Margir veiðimenn þekkja þessa merkilegu smokka sem stripparar smokra upp á fingurna til að verjast skurðarsárum og línubruna. Flestir þessara smokka eru saumaðir úr efni með litlu viðnámi þannig að línan dregst auðveldar inn.

Færri veiðimenn virðast gera sér grein fyrir því að jafnvel á hægum og rólegum inndrætti er það mikill kostur að vera með svona strippvörn. Fyrir það fyrsta verður inndrátturinn mýkri og áreynslulausari þegar línan rennur yfir smokkinn. Sé efnið í smokkinum tiltölulega þykkt er annar kostur sem færri virðast gera sér grein fyrir. Lína sem er dreginn inn með smokki fer sjálfkrafa í gegnum línuþvott í hverjum einasta inndrætti og það þarf því sjaldnar að strjúka sérstaklega af henni til að viðhalda góðu rennsli í kasti.
Senda ábendingu