Flýtileiðir

Vatnaveiði í Dauðahafinu

Grein sem birtist í fréttablaði VEIDA.IS árið 2012. Ég birti þessa grein hér til gamans, breyti í engu innihaldi hennar, flest af þessu eldist ágætlega.

Í síðasta fréttabréfi nefndi ég veiði á dýpi. Núna langar mig aðeins að hnýta við þetta og spjalla aðeins um mismunandi dýpi í vötnum. Þegar kemur að dýpi í vatni, þá vel ég í sérvisku minni botninn.  Botninn er heimkynni ætisins og ef maður byrjar á botninum liggja allar leiðir upp á við, ætisins líka. Þarna byrja ég og þegar flugan er að klekjast út, færi ég fluguna mína upp og að yfirborðinu.

En hvað með þetta svæði þarna mitt á milli?  Miðjuna í vatnsbolnum. Ekki eyða tíma í þetta svæði, það gengur undir nafninu Dauðahafið vegna þess að það er sáralítið af fiski sem heldur sig þarna, nema þá alveg í kantinum.

Þegar lirfan á botninum hefur púpað sig og klekst síðan út, þá staldrar hún ekkert við í miðju vatninu. Hún leitar beint upp að yfirborðinu, hinkrar augnablik á meðan hún opnar vænghúsið og svo er hún á bak og burt. Silungurinn nær henni á botninum eða þarna við yfirborðið, þetta veit hann og við verðum að apa þetta eftir til að koma okkar flugum á framfæri.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com