Ég hélt nú reyndar að DEET væri bannað í skordýrafælu og skordýravörn hérna megin við Atlantshafið, en um daginn sá ég auglýstar hér nokkrar tegundir svona efna. Þetta voru sprey, áburður og einhver úði, hverrar tegundar ég hirði ekki um að nefna.

Ástæðan fyrir því að ég dreg þetta upp á yfirborðið hér er að virka efnið DEET er sérstaklega skaðlegt plastefnum, þar á meðal PVC og PE sem mikið er notað í flugulínur. Veiðimenn ættu í lengstu lög að forðast skordýrafælur sem innihalda DEET, meira að segja þó innihaldið sé aðeins örfá prósent. Minnsti vottur af DEET mattar plast og dregur olíufjölliður að sér, með öðrum orðum skemmir plast.
Senda ábendingu