Vatnaveiði á dýpi

Grein sem birtist í fréttablaði VEIDA.IS árið 2012. Eitthvað hafa áherslur og upplifun breyst á þeim árum sem liðið hafa, en flest stenst þetta tímanns tönn.

Þennan stað legg ég í eftir að ég hef gengið úr skugga um að fiskurinn liggur ekki undir bakkanum. Fiskurinn heldur sig að vísu ekkert mjög mikið í dýpinu sjálfu nema vatnið sé þeim mun hlýrra eða rosalega bjart yfir. Silungurinn og þá sérstaklega urriðinn er nefnilega mjög birtufælinn sem er einfaldlega vegna þess að þeir eru ekki með sjáöldur sem geta dregið sig saman við aukna birtu. Kanturinn á mörkum dýpis og grynninga veita aftur á móti fiskinum skjól og þar er oft gnótt ætis fyrir hann.

Ég reyni að setja fluguna, já eða spúninn rétt út fyrir í dýpið og draga síðan inn og upp á grynningarnar. Hér virkar straumfluga eða púpa í löngum taumi, ég leyfi henni bara að sökkva vel áður en ég dreg inn. Ég nota stundum lagið ‚Killing me softly‘ og raula það í huganum á meðan flugan sekkur. Hver hending er u.þ.b. 5 sek. sem gerir c.a. 50 cm sökk. Nei, ég legg það ekki á nokkurn mann að syngja upphátt, hlífi veiðifélögunum við óþarfa óhljóðum.

Ef ég næ góðu kasti og kem flugunni vel niður, þá er veiðitími hennar töluvert langur ef ég er ekki of æstur að rífa hana upp í næsta kast. Það er vel þess virði að taka fluguna ekki upp fyrr en maður er 99% öruggur um að ekkert sé á ferli c.a. 20 cm á eftir flugunni. Ég stoppa alveg áður en ég tek upp, tek svo þétt í línuna og athuga hvort það sé ekki einhver þarna úti sem lætur til skarar skríða þegar hann heldur að hann sé að missa af gómsætum bita.

Ég hef tekið fisk eftir að ég hætti í raun að veiða fluguna. Ég var orðin úrkula vonar um töku, hætti inndrætti, svipaðist augnablik um eftir nýjum stað til að leggja fluguna á og í einhverju fáti reisti ég stöngina örlítið upp og BANG! fiskur á. Það er lengi von á einum.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com