Æti silungs

Sumarið 2012 skrifaði ég nokkrar greinar fyrir söluvefinn VEIDA.IS sem birtust í vikulegu fréttabréfi vefsins. Þessir stubbar voru að mestu unnir upp úr glærkynningu sem ég ferðaðist með á milli stangaveiðifélaga og klúbba á árunum 2010 – 2012. Eflaust hafa margri séð þessar greinar, en til gamans birti ég þær hér aftur.

Flest skordýr sem silungurinn leggur sér til munns eru skordýr sem taka fullkominni myndbreytingu, þ.e. þau þroskast frá eggi til lirfu, frá lirfu til púpu og púpu til fulltíða. Sem dæmi um svona skordýr má nefna mý- og vorflugur (caddis). Annars á vorflugan ekkert frekar skylt við vorið frekar en mýið, hún er á ferðinni allt frá því í byrjun maí og fram til loka október. Þetta eru þessar feitu og fallegu sem við kölluðum fiðrildi á okkar yngri árum.

Lirfur mý- og vorflugna er hægt að finna í vötnunum allt árið um kring og eru uppistaðan í fæðu silungsins. Hvort silungurinn sé eitthvað gáfaðri en laxinn, skal ósagt látið, en silungurinn lítur alltént frekar við flugum sem líkjast því sem hann er vanur að éta og einmitt þess vegna rembast silungsveiðimenn við að apa eftir þessum lirfum í flugnavali. Og þar sem lirfurnar þroskast og skipta  um ham, er ekki verra að eiga þær í nokkrum útfærslum.

Þegar ég var að byrja í veiðinni útbjó ég mér svona töflu yfir pöddurnar sem silungurinn sækir í og með tímanum síaðist þessi tafla inn hjá mér og umbreyttist í nokkrar grundvallarflugur sem ég hef að staðaldri í boxinu mínu. Um þær fjalla ég í næsta fréttabréfi.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com