Einhvern veginn finnst mér eins og ég þurfi ekki að hafa orð á þessu hérna, en látum slag standa. Hver þekkir ekki hrufótta dubnál (e: bodkin) eftir að hafa verið að lakka nokkrar flugur? Það er tilvalið að taka gamalt filmubox eða eitthvað álíka, troða einum stálullarhnoðra ofan í boxið, stinga gat á lokið og nota sem nálahreinsi á milli þess sem lakkað er.
Ekki er verra að hafa gatið örlítið víðara heldur en nálin er þannig að þegar maður stingur nálinni niður í boxið, þá rennur hún óhindrað niður í ullina sem þá skefur lakk og límafganga af henni.
Senda ábendingu