Hlíðarvatn 1. maí 2020

Hann byrjaði kaldur og var með vindsperring fram yfir hádegið. Vissulega eru teikn á lofti að vorið sé á næsta leiti í Selvoginum, en ég verð að viðurkenna að mér fannst eins og það vantaði eitthvað örlítið uppá það í gær. Í það minnsta framan af degi.

Í áraraðir hefur veiðifélagið mitt haft þann sið að stjórn og tilheyrandi nefnd opni Hlíðarvatn í Selvogi, en að þessu sinni var þetta örlítið snúnara. Það er nefnilega ákveðið samkomubann í gildi og það kom sjálfkrafa í veg fyrir samveru okkar fyrir opnun. Þess í stað var hver meðlimur útbúinn sínu nesti og rúmlega stangarlengd á milli manna.

Hefði ég sjálfur ekki átt eftir að klára smá viðvik í veiðihúsinu okkar, þá hefði ég væntanlega beðið af mér mesta vindsperringinn og kalsann sem var alveg fram undir hádegi. Þótt hitatölur á mæli hafi sagt að það væru 4°C þegar ég mætti árla dags, þá fannst mér eins og það vantaði eins og eitt bandstrik framan við þessa tölu. En, það réttist aðeins út hita þegar leið að hádegi og vindinn lægði.

Og um leið og hitatölur fóru að narta í 7°C þá tók líf að færast í bleikjuna sem sýndi sig um mest allt vatn. Sá veiðifélagi sem var næstur mér á Mosatanga fór hamförum og reddaði hverri máltíðinni á fætur annarri fyrir sitt fólk á meðan mér gekk lítið sem ekkert að tæla þetta syndandi sælgæti sem var á ferðinni. Ég gríp til gamalkunnugra afsakana, tökurnar voru grannar með eindæmum þannig að hálf freðinn eftir morguninn, missti ég af þeim eða var ekki nógu umburðarlyndur þegar kom að löndun þannig að ég tapaði einhverjum þannig líka. Tókst samt að setja tryggilega í tvær, en sleppti þeim vegna skorts á sentímetrum.

Þegar leið að kvöldi, vantaði ekki að umhverfið skartaði sínu fegursta, en það vantaði kannski örlítið upp á hitastigið þannig að aukið líf færðist í toppfluguna sem hafði aðeins látið sjá sig yfir heitasta tíma dagsins þegar bleikjurnar settu upp sína sýningu. Vorið er alveg á næsta leiti í Selvoginum, nokkrir góðir dagar í viðbót og veiðimenn fá sýnishorn og bragðprufur af bleikjunni í Hlíðarvatni.

Bleikjur í ferð
0 / 2
Bleikjur alls
0 / 3
Urriðar í ferð
00
Urriðar alls
1 / 1
Veiðiferðir
3 / 4

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com