Kevlar er óumdeilanlega sterkasti hnýtingarþráður sem hægt er að fá. Það er ekki þar með sagt að allir hnýtarar eigi slíkan þráð. Þeir sem eiga kefli af kevlar gætu hleypt nýju lífi í keflishölduna sína ef hún er farin að svíkja og slíta þráð í tíma og ótíma. Sérstaklega ef pípuhreinsarinn dugar ekki.
Prófaðu að taka tvöfaldan kevlar þráð og þræða í gegnum hölduna, renna honum upp og niður, allan hringinn. Kevlar þráðurinn er nægjanlega sterkur til slípa allar mögulegar ójöfnur innan í túpunni þannig að í ljós kemur að uppáhalds haldan þín á sér kannski lengri lífdaga heldur en stefndi í. Athugið, þetta virkar aðeins á málmtúpur, ekki keramik.
Senda ábendingu