Hlíðarvatn 26. apríl 2020

Helgin fór að mestu í ýmislegt stúss við veiðihús Ármanna við Hlíðarvatn í Selvogi, þrífa og gera klárt fyrir sumarið. Þar sem þrifnaðaræðið fór út yfir öll velsæmismörk í gær, laugardag, og einhverju þurfti að stinga í þvottavél var bónusdagur hjá okkur hjónum í Selvoginum í dag. Eftir að hafa stússast við veiðihúsið í eins og hálfan skrifstofumannavinnudag, tókum við út ónotað veiðileyfi tiltektardagsins og brugðum okkur niður í Stakkavík sem ku geyma nokkrar fallegar bleikjur.

Stakkavík – smellið fyrir stærri mynd

Víkin skartaði sínu fegursta í sólinni í dag og stöku bleikjur stungu snjáldrinu upp úr vatninu, svona rétt aðeins til að smakka á sumrinu, en lítið meira en það. Það sem ég bauð þeim niðri í vatninu þótti ekkert sérstaklega gómsætt, aðeins ein þeirra gerði sig líklega til að festast á flugu, en trúlega hefur henni snúist hugur þegar bragðið á Krókinum var ekki eins og hún gerði ráð fyrir.

Eftir nokkrar tilraunir til viðbótar með aðrar flugur færðum við okkur yfir í Guðrúnarvík sem mér hefur alltaf komið sérstaklega vel saman við í upphafi sumars. Við höfðum haft spurnir af einhverjum bleikjum þar sem vildu ekkert sem að þeim hefði verið rétt, þannig að við ætluðum í smá skoðunarferð til að berja þessar elskur augum.

Það fór nú svo að mér tókst að plata eina af þessum matvöndu bleikjum til að taka Peacock með rauðu skotti. Áður en einhverjum dettur í hug að spyrja mig hvort þessi 50 sm. bleikja hafi fengið líf, þá er svarið; Já, hún fær framhaldslíf í mínum líkama, smjörsteikt með hvítlauk og nægu salti.

 

Bleikjur í ferð
01
Bleikjur alls
0 / 1
Urriðar í ferð
00
Urriðar alls
1 / 1
Veiðiferðir
33

2 svör við “Hlíðarvatn 26. apríl 2020”

 1. Róbert Arnar Reynisson Avatar
  Róbert Arnar Reynisson

  Góðan daginn Takk fyrir frábærar færslu og þessa frábæru heimasíðu. Smá pæling hjá mér, allar fjaðrirnar sem þú tínir upp, gerir þú eitthvað sérstakt við þær áður en þú ferð að nota þær?

  Kv. Róbert, mikill FOS adáðandi

  >

  Líkar við

 2. Kristján Friðriksson Avatar

  Sæll og takk fyrir kveðjuna.
  Yfirleitt safna ég þeim saman í lokað ílát og geymi í nokkrar vikur / mánuði. Ef ekkert kviknar í þeim (m.ö.o. pöddur) þá set ég þær í venjulegan rennilásapoka og nýti næsta vetur. Ef eitthvað er á ferli í þeim, þá hendi ég þeim, ekki nema þær séu mjög sérstakar, þá set ég þær í poka og í frysti í einhverja mánuði. Reyndar er sjaldnast eitthvað í þessum fjöðrum, flestar fallnar af fuglinum fyrir það löngu síðan að ekkert getur þrifist lengur á þeim.
  Bestu kveðjur,
  Kristján

  Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.