Flýtileiðir

Háfur sem karfa

Flestir fluguveiðimenn sem stunda vatnaveiði eru með háf fastan á bakinu eða í beltinu. Það vill nú verða þannig að megnið af tímanum er þessi háfur lítið notaðar, það er ekki fyrr en fiskur hefur bitið á og til stendur að losa úr honum fluguna að gripið er til háfsins.

En það er hægt að nýta háfinn til muna meira en flestir gera. Fyrir utan að setja í hann rusl sem á vegi manns verður er hægt að nota hann í staðinn fyrir s.k. strippkörfu.

Með því að spenna háfinn undir beltið á vöðlunum má snúa honum þannig að belgurinn vísi fram og opnist þannig að úr verður opinn poki. Þannig að þetta sé mögulegt verður beltið að vera vel fast og helst ekki með teygju og svo verður háfurinn að vera tiltölulega léttur og með frekar fínu neti. Það getur skipt töluverður máli þegar veitt er út frá sandi eða af mikið grónum bakka að línan sé ekki að flækjast eða safna á sig óhreinindum sem draga úr hraða hennar í kastinu.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com