Á hverju sumri sér maður annað hvort auglýst eftir týndu fluguboxi eða eiganda þess. Fyrir nokkrum árum síðan rakst ég á eitt svona munaðarlaust flugubox við Þingvallavatn. Ég auglýsti á öllum mögulegum miðlum eftir eiganda þess, en það gaf sig aldrei nokkur maður fram þannig að þetta box dagaði uppi hjá mér og nú trúlega löngu dottið í glatkistuna hjá mér. Ég á í alvöru glatkistu hérna í skúrnum þar sem ég safna öllu mögulegu afdönkuðu dóti sem tengist veiðinni.
Hvernig væri nú að merkja fluguboxin sín með nafni eða símanúmeri eða tölvupóstfangi, ef svo ólíklega vildi til að maður mundi nú týna því í sumar?
Senda ábendingu