Flýtileiðir

Stundum er netið ekki nóg

Eins gott og netið er nú þegar kemur að því að fletta upp flugum til að hnýta, þá eru myndirnar stundum bara alls ekki nóg til að læra af þeim. Smáatriði, sama hve góðar lýsingar fylgja myndinni, leynast stundum á milli laga í flugunni og þá þarf eitthvað annað til.

Það hljómar ef til vill einkennilega að ráðleggja fluguhnýturum að fara út í búð og kaupa sér flugur, en stundum er það einfaldlega besta leiðin til að læra að hnýta ákveðna flugu. Það er bara eitthvað annað að geta velt flugunni á milli fingranna, setja hana undir stækkunargler og skoða nákvæmlega handbragðið.

Þetta er vitaskuld sett fram með þeim fyrirvara að sá sem hnýtti hafi virkilega kunnað til verka, ekki bara hnoðað einhverju saman eftir uppskrift, í akkorði og sparað í frágangi og fagmennsku. Eitt get ég þó sagt, frá því ég fór að laumast á barinn, þ.e. flugubarinn, þá hef ég séð mikla framför í vinnubrögðum þeirra flugna sem ganga undir nafninu verksmiðjuframleiddar flugur. Á sama tíma hef ég séð flugur sem keyptar hafa verið á netinu sem eru nánast ekki fiski bjóðandi, meira að segja sumar þeirra þannig úr garði gerðar að þær ná aldrei til fisksins, þær einfaldlega leysast upp í loftinu í fyrsta kasti.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com