Margir hnýtarar eiga svokallaða þræðara sem notaðir eru til að koma hnýtingarþræðinum í gegnum keflishölduna. Flestir þessir þræðarar eru gerðir úr stífum vír sem stungið er inn í hölduna að framan þar til lykkjan kemur út nær keflinu. Þeir sem eiga ekki slíkan þræðara og þeir sem vilja ekki eiga á hættu rispur í keramik eða koparfóðruðum höldum, notast einfaldlega við stuttan bút af taumaefni og stinga endum þess upp í gegnum rörið, smeygja hnýtingarþræðinum í lykkjuna sem myndast og draga herlegheitin í gegnum rörið. Einföld og örugg leið til að þræða hölduna.
Senda ábendingu