Það er gott ráð að vera með kalt vatn í glasi á hnýtingarborðinu, svo lengi sem það fær að standa þar í friði. Örlítið vatn á fingurgómana kemur sér ágætlega til að ná betur utan um hnýtingarefnið, forma marabou fjaðrir og lagfæra bilaðar fjaðrir. Svo virkar vatnið ágætlega til að afrafmagna tinsel og flash strimla þannig að þeir hætti að krullast upp, bara væta fingurna og renna efninu á milli tveggja fingra.

Senda ábendingu