Flýtileiðir

Fréttir af Febrúarflugum

Þegar 10 dagar eru liðnir af Febrúarflugum þá eru 388 flugur komnar inn á Facebook, 470 meðlimir í hópinum og vel yfir 40 flugur inn á Instagram sem merktar hafa verið #februarflugur. Flugurnar eru nú komnar inn á FOS.IS og má skoða þær allar á einni síðu með því að smella hérna.

Aðsókn að viðburðum sem tengjast átakinu hafa líka verið einstaklega vel sóttir. Það var vel á fjórða tug gesta sem lögðu leið sína í Árósa til Ármanna þann 3. febrúar og í gærkvöldi náðu gestir á Barflugum á American Bar því að vera 100 talsins. Í kvöld taka svo félagar í Stangaveiðifélagi Akureyrar á móti gestum í Zontahúsinu og á morgun, miðvikudag ætla Borgnesingar að opna sýnar dyr og efna til hnýtingakvölds í tilefni Febrúarflugna.

Aðstandendur FOS.IS geta ekki annað en verið ánægðir með þessar frábæru undirtektir. Takk, öll þið sem hafið sýnt þessu átaki okkar áhuga og stutt við bakið á okkur.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com