Flýtileiðir

Berrassaðir krókar

Það má eflaust misskilja þessa fyrirsögn á ótal vegu, en það breytir því ekki að berrassaðir krókar eru hin mestu ódó þegar kemur að fluguhnýtingum. Það er frekar erfitt að klæða flugurnar í almennileg föt ef krókurinn er ekki kominn í nærbrækurnar.

Það að vefja legg króksins með hnýtingarþræði frá auga, aftur að bug og aftur til baka er eiginlega eins og klæða krókinn í nærfötin áður en maður setur hann í samkvæmisfötin. Gott undirlag úr hnýtingarþræði skapar stamt undirlag fyrir það hnýtingarefni sem síðar kemur. Þetta undirlag auðveldar ekki aðeins hnýtingarnar, það eykur viðloðun efnisins við krókinn, ekki síst ef maður setur eins og einn dropa af lími eða lakki á milli laga. Samspil þéttra vafninga og líms eykur endingu flugunnar til mikilla muna.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com