Flýtileiðir

Örstutt um dádýr

Dádýrshali (e: bucktail) er ekki óalgengt efni í straumflugur. Sjálfur lenti ég ítrekað í því í árdaga minna hnýtinga að hárin úr halanum vildu vefjast óþarflega mikið utan um krókinn þegar ég hnýtti þau niður. Það var alveg saman hve mikið ég vandaði mig, alltaf vildi vængurinn breytast í hringvaf. Það var ekki fyrr en ég las það í einhverju spjalli að  neðsti partur halahársins er holur og því vill hann vefjast svona í hring.

Ef þú lendir í svipuðum vandræðum, prófaðu þá að klippa 1/3 neðan af hárunum, það sem eftir stendur eru massíf hár og henta betur í væng og skott á straumflugu og eru til friðs þegar þau eru hnýtt niður.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com