Flýtileiðir

Að skauta

Það rifjaðist upp fyrir mér í sumar þegar ég fékk skilaboð frá samlokufélögum sem ég á í veiðinni að ég ætlaði alltaf að hnýta svona skautaflugur. Fyrir þá sem ekki þekkja samlokufélaga, þá eru það félagar sem eiga sameiginlegt áhugamál í matargerð sem fær útrás í veiði- og gúrmeferðum sem slá næstum allt út, næstum.

Þessir samlokufélagar áttu greinilega notalega kvöldstund og voru að hnýta frauðflugur sem eru eiginlega straumflugur með heljarinnar miklu magni af flotefni á bakinu þannig að hægt er að láta þær skauta á yfirborði vatnsins. Þessar flugur ku virka vel þar sem gráðugur urriði er á ferðinni. Mér vitandi eru aðeins örfáar skortdýrategundir hér á landi sem skauta svona á yfirborðinu og þær eru flestar mjög smávaxnar. Samt hefur mig langað til að prófa svona flugur í ákveðnum litum eftir að ég rakst á þetta myndband á vefnum.

Það er aldrei að vita nema maður láti verða að því að hnýta nokkrar frauðflugur í vetur til að prófa næsta sumar. Ég þykist vita um nokkra urriða sem mundu alveg gefa þeim gaum.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com