Nei, nú er ég ekki að meina þessa tilbúnu strimla, heldur alvöru bursta til að ýfa upp búkefni og kraga sem gerðir eru úr dubi. Það setur alltaf af stað ákveðna vellíðan að geta endurnýtt hluti, það er leikurinn í þessari ábendingu. Hér áður benti ég á hagnýt not af tannhreinsiburstum til að þrífa augu á flugu eftir lökkun.
Stærri burstana, þá sem ekki nýtast í þrifin, má nota sem dub-bursta í mýkra dub efni þar sem grófir burstar geta hæglega dregið of mikið efni úr flugunni.
Senda ábendingu