Þetta er eitthvað sem flestir hafa fengið að heyra í einhvern tíma á ævinni. Þegar sitja skal við hnýtingar í lengri tíma, þá er mikilvægt að koma sér þannig fyrir að þreytuverkir taki ekki löngunina yfir og eyðileggi góðan ásetning um fjölda flugna.
Venjuleg borðhæð til dæmis eldhúsborðs er í fæstum tilfellum heppileg upp á rétta líkamsstöðu að gera, ekki nema maður búi svo vel að eiga hækkanlegan skrifborðsstól. Yfirleitt eru borðhæð of mikil fyrir hnýtingar og þá þarf bæði að hækka stól og setja fætur upp á skemil þannig að ekki komi til óþarfa þreytu í hálsi og hnakka.
Senda ábendingu