Flest allur hnýtingarþráður sem maður kaupir í dag er í það minnsta forvarinn (e: pre-waxed) en þar með er ekki sagt að hann sé nægjanlega vaxborinn. Það er ágæt regla að bæta aðeins við vaxið, sérstaklega þegar maður er að hnýta væng á votflugu.
Betur vaxborinn þráður situr betur á krókinum og er líklegri til að hanga á sínum stað þegar keflishöldunni er sleppt.