Flýtileiðir

Að sjást fyrir

Það er ekki verra að vera með gott ímyndunarafl þegar maður er veiðimaður en það er jafnvel betra að geta séð hlutina svona nokkur veginn fyrir sér áður en af þeim verður. Það sem ég hef átt í mestum vandræðum með er að geta spáð fyrir um, svona með þokkalegri vissu, er það hvernig kastið mitt lítur út á endanum.

Eftir öll þessi ár og óteljandi köst koma köstin mér enn þá oft og iðulega spánskt fyrir sjónir. Það sem átti í upphafi að vera létt og lipurt hefur á stundum leysts upp í einhverja bölvaða kraftakeppni með tilheyrandi hnútum og vitleysu. Það er ekki eins og ég viti ekki að þessi rembingur í síðasta framkastinu er ekki til þess fallinn að koma línunni neitt lengra út, þvert á móti. Ég veit þetta alveg, rétt eins og ég veit að fiskurinn liggur ekkert frekar við 12 m. mörkin úti í vatninu. Samt grípur þessi ósjálfráð rembingur um sig og ég reyni að hlaða stöngina eins og ég mögulega get í síðasta kastinu.

Svipaða sögu er að segja af því þegar ég sé fisk vaka eða velta sér í yfirborðinu. Það er ekki alveg eins og ég láti það eftir mér að hinkra við, gefa því sérstaklega gaum hvort fiskurinn sé á ferðinni eða eins og hlekkjaður við sama blettinn í vatninu. Þetta hefur að vísu lagast aðeins með árunum, en yfirleitt er nú kveikiþráðurinn frekar stuttur. Um leið og ég sé eitthvert lífsmark, þá er stöngin komin á loft og byrjað að efna í fyrsta kastið.

Að gefa sér smá tíma getur borgað sig, hvort sem það er á milli kasta eða áður en maður tekur ákvörðun um að leggja fluguna niður á nýjum stað. Að sjást fyrir er svolítið eins og að geta sagt um fyrir hvar fiskurinn sé og hvert hann stefnir, ef þá eitthvert yfir höfuð. Þá fyrst ætti maður að hugsa um hvernig kastið ætti að vera; langt eða stutt, fyrir innan legustað eða til hliðar og þá endilega, hvort er fiskurinn á ferðinni til hægri eða vinstri.

Á meðan maður er að velta þessu fyrir sér, er ekki úr vegi að renna augunum eftir línunni, taumnum og að flugunni. Er ekki örugglega allt í lagi alla leið? Hljóp kannski einhver vindhnútur á snærið þegar ég reyndi að þenja mig í síðasta kasti?

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com