Abu Optic

Ég hef alltaf haft ákveðnar taugar til sænska veiðivöruframleiðandans ABU. Þótt bráðskemmtilegar gamlar sjónvarspauglýsingarnar með Óla Abu séu vissulega minnisstæðar („Nú, auðvitað með Abu!“) þá er það raunar Abu Diplomat sem ég tengi fyrst og fremst við. Þetta var fyrsta flugustöngin mín, þjarkur sem mátti þola ýmislegt og fyrirgaf flest allt sem óvanur fluguveiðimaðurinn bauð henni.

Það vakti athygli mína á síðasta ári þegar Michael Jensen setti nokkur myndbönd af fornfrægum ABU Optic flugum á netið Kannski setti Michael þessi myndbönd fram til að fylgja eftir þýðingu bókar sinnar ABU Optic flies yfir á ensku. Þessa bók sá ég fyrst á frummálinu fyrir nokkrum árum og blaðaði lauslega í gegnum hana á netinu en naut kannski ekki sem skildi vegna hrognamálsins sem hún var skrifuð á. Ég gaf henni annað tækifæri um daginn og náði þá aðeins meiri tengingu við hana.

ABU Optic flugurnar komu fyrst fyrir almenningssjónir um 1967 þegar ABU setti á markaðinn eigin flugur undir þessu nafni. Optic vísar beinlínis til þessara gríðarlegu áberandi vaskakeðjuaugna sem þessar annars rennilegu straumflugur skörtuðu. Mér skilst að þessar flugur hafi borist snemma til Íslands og í ákveðnum landshluta gengu þær undir gæluheitinu Glámur, samanber gleraugnaglámur. Fyrstu flugurnar hétu grípandi nöfnum eins og Callgirl, Pin-up og Playboy og manni bíður í grun að ABU hafi haft mjög ákveðin markhóp viðskiptavina í huga þegar þeir völdu þessi nöfn.

Þessar flugur voru hnýttar samkvæmt gamalli hefð, aðeins úr náttúrulegum efnum eins og silki, íkornahárum og flosi sem var náttúrulega snjallt hjá ABU. Sagan segir að ABU hafi ekkert endilega verið að votta hefðbundnum stórlaxaflugum virðingu sína með þessum áferðafallegu flugum. Þess í stað hafi hrein og bein markaðskænska ráðið ferð, flugurnar entust heldur illa úr þessum hráefnum þannig að markaðurinn mettaðist ekki svo auðveldlega. Fljótlega fór þó að bera á því að hnýtarar gerðu smávægilegar breytingar á þessum vinsælu flugum. Sumir losuðu þær við vaskakeðjuna, aðrir fóru í stórtækari breytingar og hnýttu þær á stærri króka heldur en þá upprunalegu #8 og #10 og notuðu eitthvað endingarbetra efni í þær þannig að ekki þyrfti að hnýta nýja flugu fyrir hverja veiðiferð. Hvað sem er til í þessum sögum, þá eru þetta ekkert ólögulegar flugur og kannski væri það vel þess virði að setja í nokkra svona hvæsandi gleraugnagláma.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com