Þurr of lengi

Mikið óskaplega varð ég ánægður í vetur sem leið þegar ég renndi yfir daglega leslistann minn í tölvunni og rakst á þessa fyrirsögn. Ég er þannig gerður að fyrirsagnir greina verða að kveikja í mér þannig að ég nenni að lesa þær. Þessi gerði það umsvifalaust; Dry to long. Við nánari skoðun kom í ljós að þarna var um safn af áliti veiðimanna að ræða á því hve lengi þurrflugan ætti að sitja óáreitt á vatninu áður en veiðimaðurinn færði hana úr stað, kannski lítið en þó eitthvað.

Nú kann ég ekki lengur að nefna öll nöfn þeirra sem gáfu álit sitt í þessari grein, man þó eftir að þarna voru nöfn aðila sem unnið hafa hinar ýmsu keppnir fluguveiðimanna í hinu og þessu landinu, jafnvel heimsálfum. Þar sem ég hef sjálfur átt við langvarandi fóbíu fyrir þurrfluguglápi að glíma um árabil, þá þótti mér þetta hin skemmtilegasta lesning. Niðurstaðan var einfaldlega sú að mikill meirihluti viðmælenda taldi að 10 – 15 sek. væri hæfilegur tími til að leyfa þurrflugunni að sitja óáreitt á yfirborðinu þar til rétt væri að færa hana úr stað.

Nokkrar sem staldra stutt við

Þetta hljómaði eins og lúðraþytur himneskra fluguveiðiengla í mín eyru. Ég er með einhvern galla sem heitir víst rörsýn (e: tunnelvision) sem verður til þess að ég hætti að sjá nokkurn skapaðan hlut ef ég einblíni of lengi á eitthvað ákveðið. Þannig líður mér í það minnsta þegar ég hef náð að leggja þurrfluguna skammlaust  út og tek til við að stara á hana í eftirvæntingarfullri tilhlökkun þess að bregðast við. Eftir smá stund, trúlega umræddar 10 sek. hverfur allt nærumhverfi flugunnar fyrir augum mér og að öðrum 5 sek. liðnum, þá hverfur flugan sjálf. Þá er ég ekki að tala um að hún sökkvi, eins og oft vill verða, hún einfaldlega hverfur. Þetta er mín afsökun fyrir því að hreyfa þurrfluguna í tíma og ótíma og nú hef ég óbeint samþykki erlendra fluguveiðisnillinga fyrir því að taka fluguna upp eftir 10 – 15 sek., bera hana aftur á borð og vona að hún lendi skammlaust á vatninu í það skiptið og veki einhverja eftirtekt.

Eitt svar við “Þurr of lengi”

  1. stefán hjalt Avatar
    stefán hjalt

    Þetta á við mig ; Dry to long.

    Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com