Flýtileiðir

Hraunsfjörður 25. apríl 2019

Fyrsti bíltúr sumarsins var í gær, sumardaginn fyrsta. Bíltúr, göngutúr, útivera, veiðiferð; hver er munurinn? Jú, það síðastnefnda gæfi til kynna að einhver afli hefði komið á land, en svo var nú ekki í þetta skiptið. Allt annað stóðst og mikið meira en það.

Undanfarnar vikur hefur dagurinn verið tekið heldur snemma á mínu heimili. Sumir eru greinilega að komast á þann aldur að meira að segja sængin nær ekki að halda þeim kyrrum fram að eðlilegum fótaferðatíma. Ýmsu er kennt um; hávaða í tístandi fuglum fyrir utan svefnherbergisgluggann, einhver bíll með læti í hverfinu o.s.frv. Hvað um það, ótímabær fótaferð var nýtt í gær á fyrsta degi sumars, helt upp á kaffi í brúsa, nesti troðið í box og græjurnar bornar út í bíl. Veðurspá dagsins hljóðaði upp á einmuna blíðu, besta veður á þessum hátíðisdegi sem um getur í manna minnum og ýmislegt fleira.

Þórsá

Stefnan var tekinn á Hraunsfjörðinn að austan og þangað vorum við komin í mátulegan tíma fyrir morgunflóðið. Fyrstu fiskarnir sem tóku á móti okkur voru urriðaseiðin í Þórsá sem sprikluðu fyrir fótum okkar þegar við óðum yfir á leið okkar niður að Búðanesi. Við vorum hreint ekki þau fyrstu á svæðið, en komust samt fyrir úti á tánni. Eftir töluverðan tíma fóru að renna á mig tvær grímur, yrðu það einu fiskarnir sem við sáum þeir sem héldu til í Þórsá? Ekki ein uppitaka, ekki eitt einasta högg og eftir töluverð fluguskipti settumst við niður, fengum okkur bita og réðum ráðum okkar. Niðurstaðan var að tölta aðeins til norðurs og sjá hvort kraðak veiðimanna væri við eyjuna.

Það sem stendur upp úr af eyjunni (lengst til vinstri)

Veiðifélaga mínum tókst að smokra sér að bakkanum, en ég setti bakpokann niður við stein og beið smá stund. Viti menn, eftir smá stund voru nær allir veiðimenn á bak og burt. Það læddist ónotalegur grunur að mér að ég hefði gleymt einhverju í morgunsárið, fyrst allir létu sig hverfa svona einn, tveir og þrír þegar ég mætti á staðinn. Einhverjar getgátur heyrðust frá veiðifélaga mínum að það væri vond lykt af okkur þannig að ég brá nös undir handarkrika, en þar virtist allt vera í lagi. Niðurstaðan var annað tveggja; lítil veiði eða ég væri bara svona illa þokkaður á veiðislóð að menn létu sig hverfa.

Við veiðifélagarnir vorum því þarna tveir við eyjuna (sem er bara örfáir steinar upp úr vatninu núna) og prófuðum og prófuðum og prófuðum flugur, mismunandi línur og inndrátt, en ekkert gerðist. Reyndar var ekki alveg sömu sögu að segja af nágranna okkar á bakkanum. Sá setti í og landaði þeim stærsta og fallegasta sjóbirtingi sem ég hef séð upp úr Hraunsfirði. Það var mér eiginlega næg ánægja að fylgjast með viðureigninni við þennan fallega fisk og sjá hann síðan kominn á land, en ég klóraði nú samt aðeins lengur í bakann.  Rétt upp úr kl.17 létum við samt gott heita, tókum saman og röltum aftur upp með Þórsá í átt á bílnum okkar og héldum heim á leið.

Það kom raunar á daginn þegar heima var komið að meira að segja Hraunsfjarðarjarlinn, Bjarni Júl. fékk heldur ekki högg í firðinum þennan fallega fyrsta sumardag ársins. Það eitt lagði smá plástur á mitt særða veiðimannahjarta.

Eftir stendur að hin klassíska rómansa um dásamlegt veður, frábæra útiveru og náttúrufegurð átti svo sannanlega við um þennan fyrsta dag sumarsins 2019. Enginn fiskur á land, en svona er þetta bara stundum.

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
0 / 0 0 / 0 / 0 0 / 1 2 / 2

… og svo sagði hún (komment frá veiðifélaganum)

Dagurinn var tekin snemma með uppáhellingu og mér til ómældrar gleði mundi ég eftir að bera á mig sólarvörn nr. 173 en kom samt heim með rauðan nebba. Skelltum öllu í bílinn og það er nú engin smá farangur sem fylgir svona ferðalagi því auðvitað verða að vera tvö sett af öllu með; stöngum, hjólum, vettlingum…ef maður skyldi brjóta, slíta, blotna, festa…bara allt. Íslenski uppáhaldslistinn á Spotify var settur á í bílnum svo að hægt væri að syngja með á leiðinni, já og prjóna, maður verður að nýta tímann. Bölvað, hífað, helvítis rok undir Hafnarfjalli og ég vonaði innilega að það myndi skána á Nesinu. Það gerði það ,,,,norðanmeginn. En hvað er að frétta af þessum vegi þarna út á Snæfellsnes? Hann er stór hættulegur. Hann er eiginlega eins og ýkt gróft bárujárnsþak….sem gerir það að verkum þegar maður er að syngja með að það koma ótrúlega furðulega áherslur á fáránlegum stöðum í lögunum. (pínu fyndið samt) Eins gott að enginn heyrði í mér nema veiðifélaginn. (er reyndar farin að halda að hann heyri ílla – hlýtur eiginlega að vera) Og prjónarnir hefðu hæglega geta stungist í mig og drepið mig í þessum öldugangi ef ég hefði ekki lagt þá niður í dýpstu dýfunum. Halló Vegagerð! Allavega, við gerðum alveg ráð fyrir múg og margmenni eftir þessa fallegu bleikju sem sýnd var nýverið á Veiðidellunni á FB en það var ekki hún sem sem var hvatinn að þessari ferð í Hraunsfjörðinn heldur mjög girnilegt uppítöku myndband sem ég sá í byrjun apríl á netinu (nei, ekki þannig myndband!)
Kom mér samt á óvart hvað það voru fáir bílar, en allamalla hvað þetta er alltaf góð tilfinning að græja sig þegar maður er komin á góðan stað. Fiðringurinn var til staðar og tilhlökkunin. Það er svo gott að hlakka til. Lögðum, þar sem hann sagði hér fyrir ofan og trítluðum niðrúr…bjargaði einu ofurspræku seiði í ánni á leiðinni sem ætlaði að verða túnfiskur þegar hann yrði stór. En til að gera langa sögu stutta þá var þetta eini fiskurinn sem ég kom við og eignlega sá, í þessari ferð. Við tvö (seiðið og ég) eigum stefnumót þarna eftir fimm ár. Við prófðum á nokkrum stöðum með öllum tiltækum línum og hér um bil flugum. Nada, nix, nothing að frétta bara, tja nema kannski að ég tapaði tveimur flugum og önnur þeirra var sú minnst ljóta sem ég hnýtti í vetur. Sé pínu eftir henni. Veðrið var allskonar, aðallega dásamlegt en þó átti hann stundum erfitt með að ákveða vindátt, en hverjum er ekki sama. Á köflum var þetta svona útikúri veður sem þýðir að þá langar mann mest að leggjast út í móa og dorma. En það gengur náttúrulega ekki því ef maður myndi gera það, þá gæti veiðifélaginn fengið fisk á meðan…og einhver er að telja fiskana sem veiðast! (en geri það pottþétt næst því ég er ekki í keppni….hóst) Því ákvað ég bara að æfa köstin fyrir sumarið….og vá hvað ég náði stundum að kasta langt, alveg þangað til ég tók niður gleraugun. Þau eru nefnilega með styrk sjáðu til og því sýnast bæði köst og fiskar mun lengri og stærri en þau eru í raun. Ég er nefnilega oft, mjööööög oft með algjöra boltafiska á, ….þangað til…gleraugun, þú skilur. Fiskar komu samt, eins og áður sagði, ekki við sögu í dag. Ja nema kannski sjálfveiddi harðfiskurinn sem beið heima, og einhverjir tveir sem ég sá aðra taka.
Allavega, góður – nei bíddu,– yndislegur dagur og stórslysalaus. Sumarið er komið – njótið þess. Það er EKKERT eins fallegt og Ísland í grænu fötunum.

Þórunn Björk

Eitt svar við “Hraunsfjörður 25. apríl 2019”

  1. Þórunn Björk Avatar

    ….og svo sagði hún….
    Dagurinn var tekin snemma með uppáhellingu og mér til ómældrar gleði mundi ég eftir að bera á mig sólarvörn nr. 173 en kom samt heim með rauðan nebba. Skelltum öllu í bílinn og það er nú engin smá farangur sem fylgir svona ferðalagi því auðvitað verða að vera tvö sett af öllu með; stöngum, hjólum, vettlingum…ef maður skyldi brjóta, slíta, blotna, festa…bara allt. Íslenski uppáhaldslistinn á Spotify var settur á í bílnum svo að hægt væri að syngja með á leiðinni, já og prjóna, maður verður að nýta tímann. Bölvað, hífað, helvítis rok undir Hafnarfjalli og ég vonaði innilega að það myndi skána á Nesinu. Það gerði það ,,,,norðanmeginn. En hvað er að frétta af þessum vegi þarna út á Snæfellsnes? Hann er stór hættulegur. Hann er eiginlega eins og ýkt gróft bárujárnsþak….sem gerir það að verkum þegar maður er að syngja með að það koma ótrúlega furðulega áherslur á fáránlegum stöðum í lögunum. (pínu fyndið samt) Eins gott að enginn heyrði í mér nema veiðifélaginn. (er reyndar farin að halda að hann heyri ílla – hlýtur eiginlega að vera) Og prjónarnir hefðu hæglega geta stungist í mig og drepið mig í þessum öldugangi ef ég hefði ekki lagt þá niður í dýpstu dýfunum. Halló Vegagerð! Allavega, við gerðum alveg ráð fyrir múg og margmenni eftir þessa fallegu bleikju sem sýnd var nýverið á Veiðidellunni á FB en það var ekki hún sem sem var hvatinn að þessari ferð í Hraunsfjörðinn heldur mjög girnilegt uppítöku myndband sem ég sá í byrjun apríl á netinu (nei, ekki þannig myndband!)
    Kom mér samt á óvart hvað það voru fáir bílar, en allamalla hvað þetta er alltaf góð tilfinning að græja sig þegar maður er komin á góðan stað. Fiðringurinn var til staðar og tilhlökkunin. Það er svo gott að hlakka til. Lögðum, þar sem hann sagði hér fyrir ofan og trítluðum niðrúr…bjargaði einu ofurspræku seiði í ánni á leiðinni sem ætlaði að verða túnfiskur þegar hann yrði stór. En til að gera langa sögu stutta þá var þetta eini fiskurinn sem ég kom við og eignlega sá, í þessari ferð. Við tvö (seiðið og ég) eigum stefnumót þarna eftir fimm ár. Við prófðum á nokkrum stöðum með öllum tiltækum línum og hér um bil flugum. Nada, nix, nothing að frétta bara, tja nema kannski að ég tapaði tveimur flugum og önnur þeirra var sú minnst ljóta sem ég hnýtti í vetur. Sé pínu eftir henni. Veðrið var allskonar, aðallega dásamlegt en þó átti hann stundum erfitt með að ákveða vindátt, en hverjum er ekki sama. Á köflum var þetta svona útikúri veður sem þýðir að þá langar mann mest að leggjast út í móa og dorma. En það gengur náttúrulega ekki því ef maður myndi gera það, þá gæti veiðifélaginn fengið fisk á meðan…og einhver er að telja fiskana sem veiðast! (en geri það pottþétt næst því ég er ekki í keppni….hóst) Því ákvað ég bara að æfa köstin fyrir sumarið….og vá hvað ég náði stundum að kasta langt, alveg þangað til ég tók niður gleraugun. Þau eru nefnilega með styrk sjáðu til og því sýnast bæði köst og fiskar mun lengri og stærri en þau eru í raun. Ég er nefnilega oft, mjööööög oft með algjöra boltafiska á, ….þangað til…gleraugun, þú skilur. Fiskar komu samt, eins og áður sagði, ekki við sögu í dag. Ja nema kannski sjálfveiddi harðfiskurinn sem beið heima, og einhverjir tveir sem ég sá aðra taka.
    Allavega, góður – nei bíddu,– yndislegur dagur og stórslysalaus. Sumarið er komið – njótið þess. Það er EKKERT eins fallegt og Ísland í grænu fötunum.

    Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com