Flýtileiðir

Hrekkurinn sem klikkaði

Tíminn flýgur hratt og mér finnst eins og það séu aðeins örfáir dagar síðan ég lagði í smá hrekk og setti inn á Febrúarflugur. Þannig var að ég var að dunda eitthvað við hnýtingarþvinguna og ég var kominn með einhverja byrjun að flugu að því ég hélt eftir eigin höfði. Hvort ég hafi staðið upp til að ná mér í kaffibolla eða svara símanum, þá atvikast það þannig að þegar ég kem aftur að þvingunni þá sé ég að flugan er í raun ljót útgáfa af þekktri laxaflugu sem ég ætlaði hreint ekkert að hnýta, Undertaker.

Hrekkurinn sem klikkaði

Ég lét slag standa og kláraði að setja einhvern ólögulegan væng á fluguna, tók mynd af henni og smellti inn í Febrúarflugur með þeim orðum að trúlega þekkti urriðinn ekki haus né sporð á muni laxaflugu og silungaflugu. Kerskni mín náði víst ekki alveg í gegn, því þekktir veiðimenn og hnýtarar vottuðu að þeir hefðu tekið bæði urriða og bleikju á Undertaker. Mér fannst eiginlega að brandarinn hefði snúist í höndunum á mér og rekið mér hressilegan löðrung.

Undertaker (ekki hnýtt af undirrituðum)

Núna er ég búinn að hnýta nokkra Undertaker í smærri stærðum og setja í boxið mitt fyrir sumarið. Þetta er falleg fluga og það væri synd og skömm að reyna hana ekki í silunginn fyrst hún hefur gefið.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com