Varmá 7. apríl 2019

En þetta er rennandi vatn!‘ sagði einn við mig á laugardaginn þegar ég sagði honum að okkur veiðifélögunum hefði boðist að leysa af við eina stöng í Varmá á sunnudaginn. Þó ég hafi ekki verið mikið að gutla í rennandi vatni hin síðari ár, þá slær maður nú ekki hendinni á móti svona boði og því vorum við félagarnir mættir austur í Hveragerði rétt um kl. 8 í gærmorgun.

Veðrið var svona eins og við má búast á þessum árstíma, alveg á þröskuldinum að vera skítkalt en á móti kom að það var þokkalega stillt og sú gula glennti sig framan í veiðimenn og morgunhana sem viðruðu hunda og sjálfa sig. Okkar stöng dróst til að byrja á svæði 2, þ.e. frá Stöðvarbreiðu og niður að Teljara þannig að við drógum fram kortið og ákváðum að kíkja á svæðið frá Teljaranum og upp að Stöðvarbreiðu. Eins langt og mitt vit nær til, þá er fjöldi álitlegra staða á þessu svæði, en ekki varð ég þó var við fisk.

Við skiptin færðum við okkur á svæðið frá Teljara og niður eftir. Naut ég þar leiðsagnar kunnugs veiðimanns, en það dugði mér ekki til að verða var við fisk, hvað þá að setja í einn og við færðum okkur síðan upp á svæði 1 við næstu skipti og sannast sagna vorum við orðin heldur vonlítil þegar við komum auga á töluvert af fiski í og við Stöðvarhyl. Ekki dugði mér að skipta um allar mögulegar flugur sem mér datt í hug, en veiðifélagi minn setti í mjög álitlega bleikju sem tók Prince Nymph (leiðr. það var víst Pheasant Tail) með látum og linnti þeim ekki fyrr en henni tókst að losa sig. Þetta var greinilega ein af þessum feitu og fallegu bleikjum sem Varmá geymir og vissulega blés þetta vonum í brjóst okkar. Aðrir fiskar á þessum slóðum vildu ekkert sem þeim var boðið og svipaða sögu má segja af þeim sem voru á ofanverðu svæði 2, Stöðvarbreiðunni, þegar við skiptum eitt skiptið enn.

Það var svo við síðustu skiptingu okkar veiðifélaganna að ég setti í og landaði mínum fyrsta fiski í Varmá og þar með fyrsta fiski sumarsins. Þetta var rétt fyrir neðan Teljarann, en þar höfðum við séð eitthvað af fiski á ferðinni í byrjun dags. Þetta var ekki stór fiskur, en sprækur og fallegur. Samkvæmt lögum og reglum var honum vitaskuld sleppt eftir að ein og hálf mynd hafði náðst af honum og svartur Dýrbíturinn hafði verið losaður úr honum.

Þessi bjarti fallegi fiskur mátti ekkert vera að þessu drolli, tók kipp og smeygði sér út úr rammanum:

Við létum gott heita þegar kom að skiptingu kl.18, bæði orðin heldur lúinn eftir þennan langa en ánægjulega fyrsta dag í veiði. Heilt yfir höfðum við ekki miklar fregnir af veiði í Varmá á sunnudaginn, eitthvað höfðu menn á orði að það hefði verið heldur of bjart, aðrir að það hefði verið kalt í morgunsárið og svo má lengi telja. Ég held hreint og beint að allar löggildar afsakanir hafi verið á borð bornar, ég aftur á móti var meira en sáttur við þessa fyrstu ferð ársins og fyrstu ferð mína í Varmá.

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
0 / 0 0 / 0 / 1 0 / 1 1 / 1

Eitt svar við “Varmá 7. apríl 2019”

  1. Þórunn Björk Avatar

    Nei, var búin að skipta – var með Phesant tail á.

    Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com