Sumir fluguveiðimenn virðast gleyma þeirri einföldu staðreynd að við getum ekki ýtt flugulínunni út úr topplykkjunni til að lengja í kastinu. Við verðum að draga hana út eða þá fá hana dregna út fyrir okkur. Flugukast byggist á samspili þriggja; veiðimanns, stangar og línunnar. Eitthvað eitt af þessu eða samspil þessa alls verður að sjá um að draga línuna út.

Veiðimaðurinn getur vitaskuld dregið línuna fram úr topplykkjunni, en þá ef vandinn eftir að koma henni út á vatnið. Veiðimaðurinn getur vitaskuld böðlast með stöngina fram og til baka með sífellt auknum krafti, en það er áhrifameira að auka hraða línunnar í kasti sem stutt er stigvaxandi krafti. Einfaldasta leiðin er að nota tog í framkastinu eða tví-tog í fram- og bakkastinu. Með toginu aukum við hraða línunnar og fremsti partur hennar á auðveldra með að draga línuna út úr topplykkjunni.
Senda ábendingu