Það eru oft einföldu ráðin sem duga best. Ef veiðimaður er sífellt með allar flóknu, vísindalegu ráðleggingarnar í huga þegar hann er að kasta, þá dugir augnablikið í kastinu alls ekki til þess rifja allt upp sem þarf að hafa í huga. Einföld ráð, sérstaklega þau sem innifela ákveðna forvörn er oft betra að muna og framfylgja þegar á reynir.
Ef veiðimaðurinn setur þumalinn ofan á gripið og passar að missa hann aldrei út úr sjónsviðinu, þá er komið í veg fyrir fjölda mistaka í hefðbundnu flugukasti. Ef þú missir af honum í bakkastinu, þá gæti verið að:
- aftara stoppið sé of aftarlega, línan fellur og hleðsla hennar fer forgörðum
- úlnliðurinn hefur brotnað með sömu afleiðingum
Mestu skipti í þessu að svindla ekki með því að gjóa augunum eða snúa höfðinu í kastinu. Haltu fókus á markinu, þar sem flugan á að lenda, sjáðu puttann út undan þér og þá ættu flest köstin að heppnast hjá þér.

Senda ábendingu