Flýtileiðir

Að landa bolta

Í sumar sem leið voru óvenju margir stórir fiskar sem létu glepjast af flugunum mínum í Veiðivötnum. Þessi fjölgun stærri fiska hafði víst ekkert sérstakt með mig að gera, mér skilst að heilt yfir hafi fleiri vænir fiskar komið þar á land í sumar miðað við síðustu ár. Eitt skiptið lentum við í skemmtilegu skoti í Litlasjó þar sem vænir urriðar voru móttækilegir fyrir agni okkar og þá kom að því að róta í reynslubankanum og rifja upp bestu leiðina til að þreyta urriða og ná honum á land.

Fyrst viðbragð urriðans við því að festast á hinum enda línunnar er að leita út í dýpið. Þetta á kannski ekki við um alla þá, en heilt yfir er þetta algengasta viðbragðið sem hann tekur. Fiskurinn veit að hann er öruggari á dýpi heldur en grunnu vatni og þangað stefnir hann. Dýpið þarf ekkert endilega að vera beint út, það getur verið inn með ströndinni til annarrar hvorrar áttar eða jafnvel á milli veiðimanns og fisks.

Það sem margir veiðimenn gleyma í baráttu við stóran fisk er að stór fiskur hefur meiri skriðþunga heldur en lítill tittur. Þennan skriðþunga má nýta sér t.d. þegar fiskur tekur á rás meðfram bakkanum. Með því að taka þétt á línunni um leið og fiskurinn syndir áfram, þá sveigir hann ósjálfrátt að landi og það sem meira er, það þarf aðeins brot af því afli sem annars þyrfti til að draga fiskinn um sömu vegalengd ef hann væri að streitast á móti beinu átaki eða væri kyrr.

Þetta hefur eitthvað með eðlisfræðilögmál að gera sem maður lærði fyrir tugum ára í framhaldsskóla og mig minnir að það heiti lögmál númer eitthvað og svo nafnið á karlinum sem diktaði það upp, Newton. Sem sagt, til að geta beitt þessari aðferð við að færa fiskinn nær landi, þá þarf hann að vera á hreyfingu, sé þetta reynt við fisk sem ekki er á hreyfingu, þá fer allt átakið í að koma massa fisksins af stað og miklu meira reynir á veikustu hlekkina okkar; tauminn, hnútana og fluguna. Nýtum okkur Newton og reynum að draga fiskinn að landi þegar hann er á hreyfingu, þ.e. svo fremi að hún er ekki frá okkur. Labbaðu með bakkanum ef hann stefnir í þá átt og taktu á honum, ef hann snýr við, snúðu þá líka við og haltu áfram að taka á honum.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com