Stöðvará 12. júlí

Áður en kemur að frásögn úr Stöðvará, þá kemur hér formáli í nokkrum liðum. Á leið okkar um Berufjörð og inn að Öxi keyrðum við yfir og meðfram Berufjarðará. Mér er eiginlega ómögulegt að leggja mat á hvort þessi fallega á beri einhvern fisk því það mátti vart sjá í hana fyrir haugum af möl sem ýtt hafði verði upp úr farvegi hennar. Það er greinilegt að þar sem meiri peningur fæst fyrir möl heldur en sölu veiðileyfa, þá er lífríkið látið víkja. Það getur eiginlega ekki annað verið heldur en þessi snotra á hafi, einhverra hluta vegna þegar verið ónýt, því annars hefði Fiskistofa ekki heimilað efnistökuna eina og hún var framkvæmd þarna.

Eftir heimsókn okkar í Skriðuvatn og stuttan stans á Egilsstöðum renndum við yfir á Reyðarfjörð og þaðan yfir á Eskifjörð því við höfðum haft spurnir af því að bleikjan væri farin að sýna sig þar. Mér dettur ekki í hug að tala ár niður í ræðu eða riti, en vegsummerki efnistöku og almennt umhverfi Eskifjarðaár var hreint og beint ekki til þess fallið að við hefðum hug á að bleyta þar færi. Auðvitað er það gulls í gildi að hafa sjóbleikjuá við bæjardyrnar og ég sá ekki betur en bæjarbúar, og mögulega gestir, væru sáttir við þessa á og nýttu hana. Ekki sá ég neinn taka fisk, en ég stoppaði heldur ekki lengi á bökkunum og hélt þess í stað aftur inn á Reyðarfjörð og þaðan yfir til litla Frakklands, Fáskrúðsfjarðar þar sem við náttuðum.

Fyrir botni Stöðvarfjarðar, næsta fjarðar sunnan Fáskrúðsfjarðar, rennu Stöðvará til sjávar um fallegt ósasvæði. Eftir því sem mér skilst er helst von á bleikju á neðsta svæði árinnar fram undir ágúst en þá fikrar hún sig ofar í ána. Ósasvæðið er í sölu hjá ferðaþjónustunni að Óseyri og þangað snérum við okkur um leyfi sem var auðsótt mál.

Stöðvará ofan brúar

Það má segja að ósasvæði árinnar skiptist við brúnna. Neðan brúar er víðfermt svæði og ofan brúar er töluverður spotti áður en kemur að landamerkjum Óseyrar og Stöðvar. Við vorum svo heppin að vera á staðnum á aðfallinu og vel fram fyrir liggjandann sem kunnugir segja mér að sé besti tíminn í sjóbleikjunni. Ekki urðum við mikið vör við fisk, sáum tvo rétt innan við brú á liggjandanum, en þeir vildu ekkert sem ég bauð þeim og voru víst meira á leiðinni til sjávar en lengra upp ána.

Hreiður við Stöðvará

Hvort við vorum yfir höfuð of snemma á ferðinni, þ.e. á sumrinu skal ég ósagt látið en þetta var eina lífið sem við sáum í ánni. Öðru máli gegnir um lífið á óseyrinni, þar voru kollur með unga sína, kríur í ham og töluvert af fugli í flæðarmálinu. Það er því vissara að gæta sín hvar stigið er niður fæti á þessum slóðum. Þetta er fallegt svæði og ætti að vera auðvelt viðureignar, meira að segja fyrir byrjanda eins og mig og ég mæli hiklaust með því að leita fyrir sér um leyfi í ósnum þegar líður á sumarið.

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
/ 0 37 / 64 / 0 15 / 20 11 / 14

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.