Skriðuvatn 11. júlí

Það verður að teljast mikil blessun að til séu vötn sem maður á eftir að prófa. Þótt skömm sé frá því að segja, þá hef ég í ótal skipti keyrt framhjá Skriðuvatni í Skriðdal en á miðvikudaginn skyldi ekki keyrt framhjá. Þegar við komum niður að vatninu að norðan lifnaði heldur betur yfir okkur veiðifélögunum, stinningskaldi úr suðri, hlýtt og þurrt veður og aldan boðaði eitthvert rót af æti við bakkann.

Rétt í þann mund sem við vorum að draga á okkur veiðigallann, mættu fleiri veiðimenn á svæðið vopnaðir kast- og flugustöngum. Á daginn kom að þar var mættur við annan mann veiðimaður sem hafði þegar farið þrisvar í vatnið án þess að verða var við fisk. Allt er þegar þrennt er, fullkomið í fjórða og nú hafði hann hug á næla í fisk. Miðað við allt og fyrri reynslu okkar af urriðavötnum eins og Skriðuvatni, þá hefði það átt að vera auðvelt mál. En svo bregðast krosstré sem önnur og það fór svo að enginn fiskur lét sjá sig og samtals voru það fjórir veiðimenn sem fóru heim með öngulinn í rassinum eftir ýmsar tilraunir meðfram norðurbakkanum og allt niður að landamerkjum í Múlaá.

Espresso að malla við Skriðuvatn

Það verður víst að bíða betri tíma að ná fiski úr þessu vatni, en það er þó loksins búið að prófa það. Sárabót dagsins var að espressokaffið smakkaðist sérstaklega vel beint af ferðaprímusinum áður en við héldum ferð okkar áfram niður á Egilsstaði.

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
/ 0 37 / 64 / 0 15 / 20 10 / 13

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.