Búlandsá 11. júlí

Það voru ekki aðeins sleitulausar rigningar síðustu mánaða sem urðu til þess að við veiðifélagarnir ákváðum að leggjast í víking í vikunni. Okkur hefur lengi langað til að kanna veiðimöguleika á suðaustan- og austanverðu landinu. Þriðjudagur er ekkert verri dagur en hver annar til að leggja af stað í veiðiferð, sérstaklega ekki þegar maður er í sumarfríi.

Rétt norðan Djúpavogs er lítil, mjög lítil og krúttleg á sem forðum var orðlögð fyrir öflugar göngur sjóbleikju en hefur hin síðari ári lotið í lægra haldi fyrir almennu áhugaleysi sjóbleikjunnar á uppgöngu í hana sem viðmælandi minn á miðvikudaginn vildi tengja á einhvern óskiljanlegan hátt við uppbyggingu sjókvíaeldis í Berufirði hin síðari ár. (Vonandi fer kaldhæðni mín ekki á milli mála hér að framan).

Búlandsá

Eftir að við höfðum tryggt okkur leyfi til veiða voru léttari græjurnar teknar fram, þurrflugur hnýttar á tauma og haldið að Silungahyl sem er einn margra veiðilegra staða í Búlandsá. Það er ekki ofsögum sagt að áin er ekki vatnsmikil en falleg er hún og sömu sögu má segja af umhverfinu. Það leið ekki löng stund þar til fyrsti fiskurinn óð í þurrfluguna sem ég lagði niður með öllu hinu ætinu sem safnast hafði saman við hylinn. Lítil á, lítill fiskur skaust upp í huga mér þegar ég losaði fluguna varlega úr bleikjunni og sleppti henni aftur út í hylinn.

Ég rölti upp að Brekkuhyl og Nafnlausahyl í leit að fiski en því miður var lítið um stærri fisk í ánni heldur en sem samsvarar 15 gr. Toby spún. Þegar nálgaðist liggjandann færðum við okkur á neðri svæði árinnar, skönnuðum hverja einustu breiðu, hyl og poll, vel niður fyrir brú á þjóðveginum og út að ós. Veiðifélagi minn setti í einn titt á breiðunni ofan við brú, en síðan ekki söguna meir.

Tittur úr Búlandsá

Það er greinilega af sem áður var með á þessa og hver sem orsök þess er, þá er það miður. Áin er falleg og þótt hún sé ekki með vatnsmestu fljótum landsins, þá getur hún örugglega fóstrað nokkrar sjóbleikjur ef þær væru til staðar á annað borð.

Veiðileyfi í þessa krúttlegu á má nálgast hjá landverði að Teigarhorni, veiðistaðakort á vef Teigarhorns og þá ætti ekkert að vera að vanbúnaði fyrir tvo veiðimenn að sitja fyrir sjóbleikjunni ef hún lætur sjá sig. Að því gefnu að eitthvað sé eftir að lifandi bleikju í Berufirði þá gæti það gerst á næstu vikum.

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
/ 1 37 / 64 / 0 15 / 20 / 12

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.