Þingvallavatn 24.júní

Þar sem ég fór einn í Framvötnin á laugardaginn og kom til baka með 25 bleikjur var ekki nema sanngjarnt að gefa veiðifélaga mínum færi á að jafna metin í dag, sunnudag. Þingvallavatn hafði enn ekki verið sigrað þetta sumarið, veðrið milt og gott og því var stefnan tekin á Tóftir í dag.

Til að koma stuttri sögu til skila, þá var ekki alveg eins mikið líf við Tóftirnar eins og við höfðum gert okkur vonir um, en vissulega vakti það vonir okkar um fisk þegar við mættum veiðimanni þar með nokkrar vænar bleikjur í farteskinu. Því miður náðum við hvorki að kasta kveðju á viðkomandi né rekja úr honum garnirnar um flugur eða aðferðir, þannig að við renndum bara blint fyrir þær bleikjur sem mögulega voru eftir við eyjuna, þaðan sem hann kom.

Eftir smá stund tókum við eftir hreyfingu við yfirborðið, jú þær voru þarna í æti og því settum við þurrflugur undir og niðurstaðan varð ein hjá mér og þrjár hjá veiðifélaganum. Að vísu voru þær allar undir máli og því sleppt, ekki einu sinni teknar myndir af þeim og því verður mynd af veiðifélaga okkar, óðinshananum að duga frá Þingvöllum í dag.

Þegar okkur þótti fullreynt að ná stærri fisk í Tóftum renndum við að Þjónustumiðstöðinni í smá kaffisopa og síðan í Vatnsvikið. Enn styttri útgáfa, ekki einn einasti fiskur gein við flugum okkar þannig að við fórum fisklaus heim. Eins gott að við eigum bleikjur úr Framvötnum í ísskápinum.

Ef að líkum lætur verður næsta veiðiferð okkar félaganna að viku liðinni í Veiðivötn. Fram að þeim tíma verða græjurnar bónaðar, flugur taldar og fyllt á það sem vantar. Sjálfur ætla ég að passa einstaklega vel upp á að taka með mér vöðluskó, helst öll þrjú pörin mín í þetta skiptið. Þeir glotta sem muna eftir síðustu ferð minni í Veiðivötn.

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
/ 1 18 / 39 0 / 0 0 / 1 / 10

Eitt svar við “Þingvallavatn 24.júní”

  1. Þórunn Björk Avatar

    …..ok, náði aðeins að klóra í bakkann til að lagfæra tölur.

    Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.