Flýtileiðir

Hlíðarvatn í Selvogi, 30.4 – 1.5

Það skiptust ekki á skin og skúrir, kannski meira svona sól og slydda þegar Hlíðarvatn í Selvogi var opnað í dag, 1.maí. Veðurspá dagsins var í sem fæstum orðum; kuldi með roki og hún gekk að mestu eftir en inni á milli komu augnablik þar sem bæði fiskar og menn fóru á kostum.

Ég var svo heppinn að ná að ljúka ákveðnum skylduverkum við vatnið í gær, þannig að þá tókst mér og félaga mínum að laumast út á Mosatanga, þaðan sem við tókum með okkur sitt hvora bleikjuna, aðra rétt undir 40 sm. og hina rétt yfir. Í morgun fór ég niður á Brúarbreiðu, en eitthvað var nennan ekki mikil hjá mér þannig að ég eftirlét öðrum að taka vel á þriðja tug fiska upp úr vatninu. Þar á meðal var ein sem náði 57 sm. í mælingu og var einstaklega vel haldin og falleg.

Eftir hádegishlé fórum við félagarnir aftur út á Mosatanga þar sem ég tók tvær hraustlegar bleikjur sem báðar voru yfir 30 sm. þannig að deginum var borgið. Þess má geta í framhjáhlaupi að í loka þessa fyrsta veiðidags míns félags, Ármanna, voru skráðir 91 fiskur í veiðibók félagsins, nokkuð sem gefur fyrirheit um gott sumar í Selvoginum.

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 / 3 / 4 / 0 / 1 / 3

 

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com