Flýtileiðir

Banani á bakkanum

Það má nú ýmislegt ganga á áður en bananar fara að vaxa á trjánum hér á landi og vonandi á ég ekki eftir að upplifa það að þeir flækist fyrir mér úti í náttúrunni. Ég, ólíkt sumum erlendum stórlöxum í pólitík, geri mér að vísu grein fyrir því að hnattræn hlýnun er raunveruleg, en að sama skapi hallast ég að þeirri skoðun að hér á landi verður ekkert endilega mikið hlýrra þegar það er heitt, en frostakaflarnir verða smátt og smátt mildari og vara skemur og öfgarnar í veðrinu verða meiri. En, það er ekki það sem ég hafði í huga þegar ég hugleiddi þessa grein.

Bananar á bakkanum er sá hópur veiðimanna sem mætir fram á bakkann í öfgagulum veiðijökkum, smella upp poloroid gleraugunum og skimar niður í vatnið. Humm, enginn fiskur hér segja þeir og úthúða þeim sem benti þeim á að þarna væri fisk að fá. Ég er alls ekki viss hve oft ég hef séð og sagt frá þessum veiðimönnum og þeir halda endalaust áfram að vera mér undrunarefni. Það eru nokkrir litir á veiðifatnaði sem ég bara skil ekki að séu notaðir, gulur er þeirra á meðal. Að ganga fram á bakkann í gulum jakka er ígildi þess þegar löggan setur bláu ljósin á mann í umferðinni, fiskurinn sér bananann langar leiðir. Það er ekki tilviljun að veiðifatnaður er oftast í jarðlitum; gráum, grænum og brúnum tónum. Það er gert til þess að veiðimaðurinn falli sem best inn í umhverfið, sé ekki eins og hvítur löggubíll með bláum ljósum, já eða banani á bakkanum.

Annað er það sem veiðimenn, þar á meðal ég, gera sjálfa sig ítrekað seka um og það er að þramma þungstígir fram á bakkann, kallandi fram titring sem fiskurinn skynjar auðveldlega ofan í vatninu. Ég veit ekki hvort lesendur þekkja til teiknimyndafígúra úr sjónvarpinu sem voru kallaðir Bananabræður, en þeir voru frekar miklir göslarar og ekki alltaf léttstígir. Mér hefur stundum verið hugsað til þessara bræðra þegar ég sé í sporðinn á fiskinum þegar hann forðar sér út í öryggi dýpisins þegar ég kem fram á bakkann.

Næsta sumar, þá ætla ég að hemja mig að storma fram á bakkann og temja mér að vera heldur léttstígari á ferðum mínum á þeim slóðum. Ég held að ég þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af litbrigðum mínum, ég er yfirleitt grár til fara, bæði til klæða og hárs.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com