Febrúarflugukvöld 26.febrúar

Það er engan bilbug að finna á þátttakendum Febrúarflugna því nú erum fylgjendur viðburðarins orðnir 230, hnýtararnir 53, flugurnar nálgast óðfluga 400 stk. og enn eru tvö Febrúarflugukvöld eftir í Árósum Ármanna. Á morgun bregðum við ekkert út af vananum því þá mætir á staðinn landsþekktur hnýtari með afsprengi sitt í farteskinu; Sigurður Héðinn (Siggi Haugur) verður á staðnum með aldamótafluguna Hauginn. Hver veit nema aðrir fjölskyldumeðlimir mæti einnig því Haugurinn á sér systur sem heitir Von, náfrænda sem nefnist Gosi og eitthvað er Skuggi líka tengdur fjölskyldunni.

Að sjálfsögðu eru allir velkomnir og hnýtarar hvattir til að taka með sér tól og tæki, smella í eins og eina eða fleiri flugur því það er alltaf tími fyrir flugu.

Á miðvikudaginn höldum við síðan uppskeruhátíð í Árósum með sérstaklega góðum gesti sem allir áhugamenn um flugur og fluguhnýtingar þekkja, meira um það síðar.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.