Á Febrúarflugukvöldi í Árósum, mánudaginn 12. febrúar gefst gestum kostur á að kynnast tilurð einnar af spútnik-flugum aldarinnar, Frigga. Höfundur Frigga, Baldur Hermannsson mætir í Árósa og segir frá tilurð flugunnar og sýnir gestum hvernig eigi að bera sig að við að hnýta hana svo vel sé.

Þeim sem þekkja til ætti ekki að koma á óvart að höfundinum er umhugað að flugan sé hnýtt rétt og úr réttum hráefnum. Þeir eru víst fáir veiðimennirnir sem hafa ekki í það minnsta reynt fluguna í fiski eða í hnýtingarþvingunni og lengi vel var talað um ‚leynivopnið Frigga‘ eða ‚ofurfluguna Frigga‘ og margar ótrúlegar sögur sem sagðar hafa verið af þessari flugu frá því uppvíst varð um tilvist hennar.

Af gefinni reynslu síðasta Febrúarflugukvölds, þá verður bætt við hnýtingaraðstöðuna því ljóst var að færri komust að heldur en vildu. Sem fyrr, þá er öllum heimill aðgangur, hvort heldur til að hlýða á og fylgjast með Baldri eða hnýta nokkrar flugur, já eða bara hvoru tveggja. Húsið opnar stundvíslega kl.20:00 og Árósar eru auðvitað í Dugguvogi 13.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.