Út frá miðjunni

Mér varð það áberandi ljóst í sumar að kastið mitt fylgir ekki beinni línu. Raunar þurfti ég ekki að kafa neitt sérstaklega mörg ár aftur í tímann til að finna sannanir fyrir þessu vandamáli mínu, það hefur viðgengist svo árum skiptir. Ég tók mig því til um daginn og fletti þessu upp hjá Fly Fishers International og víðar í því skyni að leita mér hjálpar og úrræða til bóta. Upp á ensku kallast þetta vandamál poor tracking og er þá vísað til þess að línan fylgir ekki beinni línu í kastátt. Í stuttu máli, þá snýst vandamálið um að línan skælist út frá beinni línu eða tekur sveig á leiðinni annað hvort til hægri eða vinstri. Þetta vandamál virðist ekki bundið við ákveðinn stað í ferli línunnar, það getur komið snemma fram á leiðinni, rétt áður en línan lendir og allt þar á milli. Mitt vandamál kemur berlega í ljós rétt áður en línan lendir og hefur aðeins áhrif á stefnu síðustu 6 – 12 feta hennar.

Ástæða þessa er sögð vera sú að framhandleggur veiðimannsins leitar út til annarrar hvorrar hliðar í framkastinu. Þessi hægri eða vinstri hreyfing skilar sér vitaskuld alveg fram í stöngina, færir toppinn til sömu hliðar og þannig erfist þessi færsla út í línuna og hún tekur sveig.

Ef þú hefur minnsta grun um að þú eigir við eitthvað afbrigði þessa vandamáls að glíma, þá er einfalt að finna út úr þessu og þá á hvaða tímapunkti handleggurinn leitar út til hliðar. Náðu þér í áberandi bandspotta og strengdu hann á jörðina, c.a. 20 metra og stattu þannig við hann að kasthöndin sé yfir spottanum. Þegar þú hefur náð 10 – 20 metra falskasti yfir spottanum, legðu línuna niður eins og í veiði. Stikaðu síðan að þeim punkti sem línan byrjar að  sveigjast. Gefum okkur að kastið hafi náð 15 metrum og línan byrjar að sveigja af leið í 12 metrum. Með grófri nálgun má segja að höndin á þér hafi þá vikið frá beinni línu þegar hún átti fimmtung eftir úr efstu stöðu að stoppi (12/15 = 0,8). Með sömu nálgun má segja að höndin víki frá beinni línu þegar þú hefur fært hana þriðjung frá efstu stöðu ef sveigur línunnar byrjar við 5. metra (5/15 =  0,33).

En hvað er þá til ráða? Jú, haltu spottanum á jörðinni en færðu þig á miðju hans og taktu helmingi styttri falsköst undir vökulu auga með bak- og framkastinu. Vandaðu kastið og einbeittu þér að því að hafa höndina alltaf yfir spottanum. Ef línan heldur áfram að sveigja þótt höndin fylgi spottanum, þá er úlnliðurinn að brotna út til hliðar í kastinu. Einbeittu þér að úlnliðnum, halda honum stífum og þá ætti línan að ferðast í línu við spottann. Haltu áfram að æfa þetta þangað til vöðvaminnið hefur tekið við og vistað lagfæringuna varanlega.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com