Flýtileiðir

Enn meira fyrir okkur

Ekki alls fyrir löngu birti ég hér nokkur atriði sem ég í fljótheitum las út úr safni mínu af mislukkuðum flugum. Ég fékk skemmtileg viðbrögð lesanda við þessari grein þess efnis að ég hefði nú bara verð í nokkuð góðum málum fyrst þetta voru einu atriðin sem fóru úrskeiðis hjá mér. Ég glotti nú við tönn og hugsaði með mér; Ef þú bara vissir, tók safnið mitt aftur af veggnum og rýndi betur í það.

Úrkastið

Beittasti hnífurinn – það hefur verið sagt um suma að þeir séu nú ekki beittasti hnífurinn í skúffunni. Þegar ég brá einu skærunum mínum á koparþráðinn í fyrsta skiptið, þá var alveg hægt að segja það sama um mig. Eftir þetta frumhlaup mitt þá voru eiginlega allar fjaðrir sem ég klippti rifnar og tættar, svo ekki sé minnst á hnýtingarþráður sem var trosnaður og ljótur í sárið. Fljótlega festi ég því kaup á öðrum skærum og þau nota ég aðeins í fjaðrir, þráð og mýkra efni. Fyrstu skærin mín eru eingöngu notuð í ál- og koparþráð eftir þetta og duga mér enn.

Ósamkvæmar flugur – þótt ég hafi nú ekki sett þær á spjaldið mitt, þá hefur það fylgt mér í gegnum tíðina að átakshnýtingar mínar, þ.e. þegar ég hnýti slatta af sömu flugunni, hafi orðið nokkuð ólíkar. Það er nú kannski ekkert óeðlilegt að fyrstu tvær flugurnar í bunkanum verði eitthvað ósamstíga, en það ætti að jafna sig þegar á þriðju eða fjórðu flugu er komið. Ef þær verða aftur á móti allar eins og úr sitt hverri áttinni, þá er eitthvað að. Oftast má kenna efninu um, sbr. árinni kennir illur ræðari. Til að útiloka þennan galla er ekki úr vegi að sníða allt efnið í flugurnar niður áður en hafist er handa við hnýtingarnar, þá eru meiri líkur á að flugurnar verði meira samstíga.

Óhófleg höfuð – hér ætla ég að skipta ábendingunni í nokkra þætti. Fyrir það fyrsta, treystu hnýtingarþræðinum. Trú mín á þessum örmjóa og ræfilslega þræði var nú ekki mikið til að byrja með og svona til vonar og vara þá átti ég það til að bæta nokkrum vafningum við til að gera hausinn traustari, sjaldnast til fegurðarauka. Smátt og smátt öðlaðist ég meiri trú á þræðinum og þá fóru hausarnir á flugunum mínum að skána og merkilegt nokk, þeir héldu alveg eins vel.

Í öðru lagi þá notaði ég óhóflegt magn af lakki á hausana á fyrstu flugunum mínum. Með tíð og tíma lærðist mér að bera lím (Zap-A-Gap) á hnýtingarþráðinn fyrir endahnútinn og þannig tryggði ég hnútinum og bar síðan þynnra lag af lakki, gjarnan tvisvar, á hausinn til að loka honum.

Talandi um endahnútinn. Til að byrja með voru þeir í fleirtölu vegna þess að ég notaði einfalt bragð og þurfti því að setja þau nokkur til að tryggja þráðinn áður en ég klippti. Síðar tamdi ég mér Whip Finish sem endahnút og þá urðu hausarnir mun snyrtilegri og héldu því lagi sem ég hafði þegar byggt.

Síðast en ekki síst, ekki nota of grófan þráð. Þegar færnin með hnýtingarþráðinn eykst, þá fer maður að ráða við grennri þráð og samhliða verða hausarnir á flugunum nettari þrátt fyrir fleiri vafninga.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com