Flýtileiðir

Epoxíð, nei takk

Fyrir ekki mörgum árum síðan byrjaði ég aðeins að fikta með epoxíð í flugur. Þetta er sniðugt efni og hægt að hleypa nýju lífi í hefðbundnar púpur með því. Ein helsta ástæða þess að ég hætti að nota epoxíð var einfaldlega orðlögð óþolinmæði mín, ég hreint og beint nennti ekki að bíða eftir að límið þornaði. Meira að segja hraðþornandi lím var of lengi að þorna fyrir minn smekk.

Síðustu vikur hef ég verið að fikta með LCR (e: light curing resin) eða það sem í daglegu talið er kallað UV lím. Já, ég er nokkuð seinn til, því margir hnýtarar hafa verið að nota þessi efni í áraraðir og líkað vel. Flestir nota þetta efni til að magna útfjólubláageislun flugna, en það má ekki gleyma því að þetta efni er líka tilvalið til að byggja til dæmis búk og haus á púpur.

UV ljós

Rétt eins og um annað sem tengist fluguhnýtingum, þá eru til ótal tegundir þessara efna og með mismunandi eiginleika. Sumt er þunnt, annað miðlungs og enn annað svo þykkt að við liggur að maður þurfi kíttisspaða til að smyrja því á fluguna. Það sem ég hef prófað er þunnt og miðlungs, ef það segir einhverjum eitthvað. Mér skilst á þeim sem betur þekkja þessi efni en ég, að það sé ekki ósvipað gamla góða lakkinu, það eigi það til að þykkna með tímanum þannig að mér var ráðlagt að velja þunnt og miðlungs.

Einn helsti kostur þessara efna er, að því gefnu að menn noti nokkuð gott UV ljós, að það storknar fljótt og endist mjög vel. Efnið dregur sig lítið sem ekkert saman, jafnvel þótt maður hafi það nokkuð þykkt og síðast en ekki síst, það er margfalt umhverfisvænna heldur en epoxíð og mörg önnur efni sem menn hafa verið að fikta með síðustu áratugina. Ókosturinn við efnið hefur hingað til verið sá að það er töluvert dýrara heldur en annað lím og þar að auki þarf að lýsa það með þar til gerðu UV ljósi. Hrakfallasögur þeirra sem hafa reynt að nota blátt laserljós á þessi efni eru nokkrar til, þannig að það er um að gera að kaup rétt ljós. Annars hefur verðið á bæði efnum og ljósum farið hraðlækkandi síðustu misseri, væntanlega í kjölfar aukinnar notkunar.

Nú hef ég ekkert fyrir mér annað en orð mér reyndari manna, en mér skilst að gott UV ljós sendi frá sér u.þ.b. 200 lumen / 3,4 vött og eigi helst að vera með mörgum LED perum. Einnar peru ljós er víst eitthvað síðri en fjölperu ljós.

Eftir að ég rak augun í ágætan samanburð helstu efna til fluguhnýtinga, þá lét ég slag standa og prófaði UV lím og er bara nokkuð sáttur við mínar fyrstu flugur í vetur mun ég eflaust bæta þó nokkrum UV púpum í safnið.

Tegund Tími Áhrif á umhverfi Verð Ending
LCR / UV lím Augnablik Engin Hátt* Mjög góð
Epoxy Mínútur og upp í klukkustundir Þó nokkur Miðlungs Góð
Lakk Mínútur Mjög mikil Lágt Miðlungs
Bráðið plastlím Sekúndur Lítil Lágt Miðlungs

Eitt svar við “Epoxíð, nei takk”

  1. Árni Árnason Avatar

    ÁRVíK á til bæði þykkt og þunnt UV lakk (fly finish) í tveimur stærðum frá LOON. Einnig er það til mjög þunnfljótandi, bæði venjulegt og „fluorescing“. Tvær gerðir af UV ljósum eru í boði en með notkun þeirra tekur lakkið sig á u.þ.b. 15 sekúndum.

    Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com