Þrátt fyrir að gömlu góðu flugurnar hafi fyrir löngu sannað notagildi sitt í sinni upprunalegu mynd, þá freistast maður alltaf til að gera gott betra. Þegar ég tala um gömlu góðu flugurnar, þá hef ég meðal annarra í huga Pheasant Tail, Héraeyra og hinn rammíslenska Peacock. En hvernig má gera þessa öldnu höfðingja betri?

Ein leið til að kveikja aðeins í þeim og fiskinum þar með, er að setja á þá eitthvað áberandi. Það geta síðan verið skiptar skoðanir á því hvort þetta eða hitt sé betur til þess fallið að auka við þekkta virkni þessara flugna. Það sem menn spreyta sig helst á er að setja appelsínugult eða grænt neon í thorax eða skott á þessar flugur, já eða smá brott. Svo eru þeir sem nota UV hnýtingarefni og gefa flugunum þannig aukið líf þar sem sólar nýtur ekki. Ég hef lítið notað UV efni hingað til og ekkert lakk sem ég þarf að lýsa með UV ljósi o.s.frv. en það stendur til bóta.

En hvað með litavalið? Hér hef ég nefnt appelsínugult og grænt, en ekkert minnst á fjólublátt eða gult. Ef eini tilgangur litarins í flugunni er að vekja athygli á henni niður á eitthvert dýpi, þá er fjólublátt sá litur sem lifir einna lengst niður í vatnið og því ætti maður að nota slíkan lit á þungar flugur. Ef ætlunin er að gera hástæðari flugur meira áberandi, skera sig úr fjöldanum, þá dugar gult, appelsínugult, grænt eða jafnvel fölblátt alveg fyllilega.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.