Meiri aftöppun

Stundum er það svo að maður viðheldur þessari dellu með því að hugsa hlutina alveg í tætlur á meðan maður bíður eftir næsta sumri. Þannig fór með mig um daginn þegar ég var búinn að einsetja mér að tappa af félaga mínum næsta vor um hægfara flugur í straumvatni. Ég fór sem sagt á stúfana, rifjaði upp nokkrar greinar sem ég hafði lesið fyrir margt löngu setti niður aðgerðalista fyrir næsta sumar.

Brúará

Númer eitt – Koma línunni út og helst á réttan stað á ánni. Enn varð mér hugsað til Brúarár og þeirra vandræða sem ég lenti í með allan gróðurinn. Ekki í vatninu, heldur fyrir aftan mig. Grín laust, ég þarf að temja mér færri falsköst og annan stíl þegar kjarrið er svona krefjandi fyrir aftan mig. Ef mér tekst það, þá þarf ég að læra hvert í strauminn línan á að fara. Öll þessi horn og gráður sem veiðimenn hafa í huga þegar þeir kasta í straum. 30° eða 45°? Ég veit hvað gráður eru, en ég hef aftur á móti mjög takmarkaðan skilning á því sem þessi horn gera fyrir línuna mína, hvað þá fluguna.

Númer tvö – Velja rétta flugu fyrir straumvatn. Maður heyrir af mönnum í straumvatni sem veiða með nákvæma sömu flugum og ég nota í vatnaveiðinni. Mér finnst það skiljanlegt því þetta er jú sami fiskurinn, hvort sem hann er í straumi eða kyrru vatni, að því gefnu að við erum að tala um silung. En hvenær setja menn púpur undir í straum og hvenær Nobbler? Virkar Nobbler annars ekki í straum, hann er jú eftirlíking af seiði eða hornsíli. Ég þekki mjög fáa urriða sem fúlsa við fallegum Nobbler í vatni, þeir hljóta að vilja hann líka í straum.

Númer þrjú – Er ég með réttu græjurnar? Nei, ég er ekki að ýja að því að ég þurfi að kaupa nýja stöng, línu og tauma bara til þess að prófa straumvatn, en kannski þarf ég þess, hver veit og þá tek ég því bara eins og hverju öðru hundsbiti. Kannski þarf mér ekkert að leiðast það rosalega að skoða nýjar græjur.

Eitt svar við “Meiri aftöppun”

  1. Þórunn Björk Avatar

    Jæja, er semsagt verið að hita upp fyrir nýja stöng og línu….eða bara græjur….gat það verið 😀

    Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.