Um daginn átti ég ágætt spjall við félaga minn og við ræddum allt milli himins og jarðar, svona eins og gengur. Meðal þess sem við fórum yfir var háttalag laxfiska gagnvart flugum. Ég þóttist hafa lesið það einhvers staðar að lax og urriði væru í raun ekkert sérstaklega snaggaralegir fiskar, þeir væru í raun svifaseinir og gætu því einfaldlega misst af flugunni ef hún færi of hratt framhjá þeim.

Eitthvað spunnust umræður okkar út í veiði í straumvatni, þar sem ég er alls ekki sterkur á svellinu og gæti bætt heilmiklu við í reynslubanka minn. Eitt af því sem ég nefndi og hafði í huga reynslu mína úr Brúará í Biskupstungum í sumar, var að mér fannst tíminn sem flugan var í raun að veiða svo stuttan tíma í straumvatni. Trúlega er Brúará ekki besta áin fyrir byrjanda í straumvatni, í það minnsta ekki þar sem ég var að kljást við hana við ármót Fullsæls. Þarna er stríður straumur og mikið vatn í ánni og hún er alls ekki neitt lík þeirri á sem ég ólst upp við, ós Ölfusár. Þegar ég var að renna fyrir fisk í ósnum í gamla daga, löngu fyrir tíð mína sem fluguveiðimanns, þá var mottóið að setja bara nógu þunga sökku undir og maðk á öngul. Þá fyrst náði maður að halda agninu einhvern tíma í strengnum þar sem hann rann við bakkann austanverðan. Fiskurinn hafði með þessu móti nægan tíma til að sjá agnið fljóta rólega framhjá og áttaði sig á góðgætinu.

Fullsæll

Félagi minn nefndi þá að til þess að halda flugunni lengur í straumi, þyrfti veiðimaðurinn að venda eins og óður maður til að hægja á henni. Þegar öllu var á botninn hvolft, þá snérust samræður okkar í raun um að hægja á flugunni þannig að fiskinum gæfist tóm til að sjá hvað væri eiginlega á ferðinni. Ég get nú alveg sett mig í spor fisksins, ef maður sér eitthvað æða framhjá, hvort sem það er fluga eða mótorhjól, þá verða fyrstu viðbrögðin ekki endilega þau að æða á eftir þessu til að ná tegundinni. Sumt fer einfaldlega of hratt til að maður leggi í eltingaleik.

Það er ljóst að félagi minn má eiga von á símtali þegar vora tekur, ég ætla að plata hann með mér í straumvatn og tappa af hans reynslubanka, sérstaklega því sem dugar til að hægja á flugunni. Kannski verður mér þá betur ágengt í straumvatni.

4 Athugasemdir

 1. Ég er nú ekki mikill sérfræðingur um veiðar í straumvatni, en ég held að aðferðin sem gjarnan er notast við í Brúará miði einmitt við það að koma flugunni á hraða straumsins; þ.e. með andstreymisveiði. Þá er aðalatriði í mínum huga að nota þyngdar púpur -og dropper er að mínu viti til bóta. Þá rekur púpuna fram hjá sillanum á þeim hraða sem fyrirfram er búist við og téður silli hefur akkúrat nægan tíma til að virða fyrir sér nammigottið. Ég hefði af því áhyggjur, ég verð að segja það, ef hægðist um of á flugunni, en þá sæi lónbúinn kannski missmíð (mishnút?) mína á flugunum. 🙂 Kunnáttan á þessum bænum er reynslunám, sem gengur hægt og rólega, en skil vel að andstreymisveiðin geti gagnast vel á slíkum stað sem þú lýsir; þungum straumi og nokkuð djúpu vatni. Þarf að æfa mig betur í Brúará í sumar, eins og fleiri.

 2. Þætti vænt um að koma með þér og félaga þínum næsta sumar og prófa aftur í þessari skemmtilegu á. Er ekki annars örugglega búið að klippa niður allt ,,hekkið“? ….eða varð ekkert eftir eftir þig síðast 😀

 3. Takk bæði tvö fyrir góð komment.
  Ási, ég held að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af því að sillinn sjá einhverja missmíð á þínum flugum, hef séð þær sjálfur og hef enga trú á að hann hafi neitt við þær að athuga.
  Þórunn, nei, það var af svo rosalega mörgum hríslum að taka þarna að 99% þeirra standa enn á bökkum Brúarár og Fullsæls.
  Bestu kveðjur,
  Kristján

 4. Man of vel eftir hekkinu. Sennilega hef ég verið á ferðinni á undan Kristjáni! 🙂 Það var enn þétt og vel hátt. Hefði lítt undrast að sjá Þyrnirósu og prinsinn ganga á móti mér þegar ég losaði fluguna.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.