Flýtileiðir

Reykt bleikja á melónu

Það er þekkt að vefja parmaskinku utan um melónu, en færri þekkja melónu með reyktri bleikju. Ég hef aðeins fikrað mig áfram með þetta og þeirrar útgáfu sem mér þótti skemmtilegust skal hér getið.

Ég hef notað gular- og hunangsmelónur sem ég sneiði í þunnar sneiðar sem ég þek síðan síðan ríflega með þunnt skorinni, taðreyktri bleikju. Ég hef reynt að forðast mjúkar og vatnsmiklar melónur þannig að þetta verði ekki of blautt og ókræsilegt. Til að toppa þetta og kitla bragðlaukana hef ég sett örlítinn dropa af tamarind jalapeno sósu frá Hrefnu Sætran ofan á hverja sneið. Það er ótrúleg barátta á milli bragðtegunda sem á sér stað í munninum við þessa blöndu, eitthvað sem kemur virkilega á óvart.

Reykt bleikja á melónu

Umfram allt mæli ég ekki með að útbúa þetta með löngum fyrirvara, þetta er réttur sem þarf að borða áður en melónurnar fara að tapa vökva og virðast taka sundsprett á diskinum.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com