Ég hef átt ketti og þeir hafa kennt mér ýmislegt, meira að segja ýmislegt annað en það að eigandanum ber að stjana við þá hvenær sem þeir telja sig eiga það skilið. Kettirnir mínir hafa kennt mér að það sem er eftirsóknarvert, það hreyfir sig. Fluga á glugga sem trítlar í rólegheitum upp rúðuna er hreint ekki eins skemmtileg og fluga sem tekur rokur annað slagið, suðar og hamast með látum.

Flugurnar sem veiðimenn nota ættu að fylgja sömu reglu. Þær ættu að geta tekið rokur, lyfst annað slagið upp úr dýpinu og leitað upp að yfirborðinu. Vitanlega eru þær flugur til sem ber að draga inn með svo hægum drætti að þær hreyfist var úr stað, t.d. Blóðormur. En á einhverjum tímapunkti ættu allar flugur að taka kipp, hreyfast áberandi þannig að þær veki viðbrögð eða kveiki áhuga fisksins.

Pheasant Tail

Þegar við veiðum flugur eins og Pheasant Tail þá skiptir þetta mjög miklu máli. Pheasant Tail sem ekki hreyfir sig eins og skordýr, það er dautt skordýr í augum fisksins og þá er næsta víst að hann verður afhuga flugunni. Við lok hvers inndráttar, rétt í þá mund sem flugan er komin svo nærri stangarendanum að ekki verður lengra dregið inn, þá ættum við að lyfta flugunni upp að yfirborðinu, líkja eftir skordýrinu sem sækir upp að yfirborðinu til að klekjast út. Ef við drögum fluguna inn með sama hraða, í sama takti og með sömu hreyfingu frá því hún lendir í vatninu og þangað til við tökum hana upp í næsta kast, þá erum við að drepa hana úr leiðindum og fiskurinn hefur hreint ekki áhuga á dauðri fæðu.

Þetta hafa snillingar á borð við Ray Bergman, Frank Sawyer og Jim Leisenring reynt að innprenta okkur í áratugi. Sumir veiðimenn hafa tekið mark á þessu, aðrir ekki. Það er ekki erfitt að greina þessa veiðimenn í sundur. Þeir þekkjast auðveldlega sem hafa náð tökum á þessu, meðvitað eða ómeðvitað, það eru þeir sem veiða fisk sama hver flugan er.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.