Flýtileiðir

Tortillur með reyktri bleikju

Í síðustu viku skaut ég hér inn uppskrift að tortillum með gröfnum urriða, en það er líka hægt að nota reykta bleikju og mörgum finnst sú útgáfa ekki síðri.

Tortillur með reyktri bleikju

Uppskriftin er mjög svipuð, þ.e. á átta stórar maís tortillakökur nota ég eina dós af hvítlauks- og jurakrydduðum Philadelphia rjómaosti sem ég hræri út með einni dós af 18% sýrðum rjóma. Með reyktum fiski kýs ég að nota þennan kryddaða ost sem kemur með skemmtilegt mótvægi við reykbragðið af fiskinum sem vel að merkja þarf að vera taðreyktur. Bleikjuna sneiði ég niður þannig að hún sé í þykkara lagi og nægi í 5 – 6 raðir á smurðar maískökurnar. Að nota maískökur er kannski bara einhver sérviska í mér, en mér finnst þær fara einfaldlega betur með reyktum fiski heldur en þær úr hveiti.

Nokkrir smáréttir úr aflanum

Kökunum rúlla ég síðan þétt í lengjur og nota gjarnan sushi bambusmottu þannig að þær verði þéttar og áferðafallegri. Lengjurnar má sneiða strax niður í 1,5 – 2 sm. þykkar sneiðar, en ekki er verra að leyfa lengjunum að taka sig yfir nótt í kæli. Eigum við eitthvað að ræða drykki með þessu? Jú, vel kælt hvítvín eða ískaldur bjór sem í þessu tilfelli má alveg vera dökkur maltbjór ef vill.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com