Í veiðiferðum heyrir maður alltaf eitthvað spaugilegt, annað hvort frá veiðifélögum eða áhorfendum. Já, áhorfendum að stangveiði er sífellt að fjölga á Íslandi. Fjölgun ferðamanna hefur vissulega sett sitt mark á stangveiði á Íslandi, rétt eins og flest annað á liðnum árum. Fyrir utan áhorfendur á gömlu Elliðaárbrúnni og mögulega á nokkrum fleiri stöðum, þá hafa veiðimenn ekkert endilega átt því að venjast að veiða berskjaldaðir fyrir augum og orðum áhorfenda á Íslandi. Þetta hefur aðeins verið að breytast á liðnum árum og það kemur fyrir að veiðimenn upplifa sig sífellt berskjaldaðri fyrir góni og glósum áhorfenda á veiðislóð. Blessunarlega eru flestir veiðistaðir á Íslandi þannig að veiðimenn eiga mjög auðvelt með að gleyma stað og stund þannig að áhorfendur fara mjög sjaldan í taugarnar á þeim. Ef veiðimaður setur óvart í einn svona ferðamann, þá er víst rétt að árétta að það er svona veiða og sleppa lögmál í gildi á ferðamönnum, kannski svona hálfgerð klakveiði. Við gómum þá, kreistum og sleppum síðan lausum og vonum að þeir komi aftur að ári.

Einn góður frá síðasta sumri

Annars er það víst eitthvað fleira sem veiðmenn geta gleymt á veiðislóð heldur en stað og stund. Í sumar sem leið heyrði ég í veiðimanni sem hreint og beint hélt því fram að hann hefði gjörsamlega gleymt því hvernig veiða ætti urriða. Allt þetta bleikjustúss hefði bara alveg náð að þurrka kunnáttu og reynslu urriðaveiði út úr kollinum á honum. Þetta fannst mér spaugilegt, sérstaklega í ljósi þess að á þessum tímapunkti vissi ég nákvæmlega að viðkomandi aðili hafði veitt fjórum urriðum fleiri heldur en ég yfir sumarið. Þegar upp var staðið, þá þurfti reyndar ekki nema einn góðan göngutúr niður að Ljótapolli til að viðkomandi hætti þessu spaugi. En skaðinn var skeður hvað mig varðar, gat maður hreint og beint gleymt því hvernig ætti að veiða fisk? Getur minnið farið svo illa með mann að það hreinlega rænir mann þessari ánægju lífsins? Þetta var svo óþægileg tilhugsun að ég fjölgaði snarlega öllum veiðiferðum, ég ætlaði sko ekki að taka sénsinn á því að minni mitt tæki upp á einhverri ótukt.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.