Flýtileiðir

Hægri eða vinstri

Ein af lífseigustu deilum í millum fluguveiðimanna er sú hvort fluguhjólið eigi að vera þannig uppsett að maður noti hægri eða vinstri höndina til að spóla inn á það. Helstu rök þeirra sem vilja hafa inndráttinn með þeirri hendi sem þeir kasta með er að rétt sé að spóla inn á veiðihjólið með ríkjandi hendi, hún sé úthaldsmeiri heldur en sú víkjandi og ráði betur við fínhreyfingar. Þetta setja menn fram með þeim fyrirvara að sé veiðimaðurinn ekki að glíma við stóra fiska dags daglega, þá skipti í raun engu máli með hvorri hendinni haldið sé á stönginni og með hvorri spólað sé inn.

Hægri-sinnað hjól
Hægri-sinnað hjól

Nú er kunnara heldur en frá þurfi að segja að ég veiði ekki oft stórfiska, en þrátt fyrir það þá hef ég aldrei keypt þessi rök. Þegar ég kasta nota ég ríkjandi hendi, sem í mínu tilfelli er sú hægri. Þegar fiskurinn tekur, þá reisi ég stöngina með sömu hendi og ég dreg línuna inn með þeirri vinstri. Ég skipti ekkert um hendi af þeirri ástæðu einni saman að hægri höndin er einmitt sterkari og ég tel mig ráða betur við fiskinn með þeirri hendi. Sú vinstri er eiginlega bara til þess að fálma eftir háfinum og vera til taks ef fiskurinn tekur á rás og ég þarf að skammta línuna undir fingurna á þeirri hægri sem heldur við, bæði stöng og línu.

Ef svo ólíklega vill til að ég taki upp á því að spóla línuna inn á hjólið, þá ræður sú vinstri alveg við það. Ég er reyndar að berjast við að venja mig af þeim óskunda, þ.e. að spóla línuna inn í miðri viðureign nema ég þurfi nauðsynlega að stytta línuna sem liggur fyrir fótum mér. Það er þá helst að fiskurinn hafi tekið einhverja roku fyrir nes eða grjót að ég þurfi að færa mig úr stað. Sem sagt; hjólin mín eru uppsett fyrir vinstrihönd, ég kasta með hægri, reisi með hægri, held við með hægri og þá er sú vinstri klár í að spóla línunni inn á hjólið. Með þessu fyrirkomulagi þarf ég aldrei að færa stöngina á milli handa.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com