Hvort sem við mislásum veðurspár helgarinnar eða þær voru eitthvað misvísandi, þá afréðum við að renna út úr bænum á föstudaginn og tókum stefnuna á Langavatn á Mýrum. Ég gæti best trúað að við höfum bæði verið hálft í hvoru með það í huga að veiða dauða fiska, þ.e. þá sem við veiddum þegar við renndum síðast í vatnið. Þá var vatnsstaða Langavatns lág og við áttum greiðan aðgang að veiðistöðum sem að öllu jöfnu eru utan kastfæris og þeir staðir gáfu okkur feitar og pattaralegar bleikjur.

Langavatn á föstudagskvöldið

Langavatnsdalurinn tók á móti okkur í blíðskapar veðri og töluvert hærri vatnsstöðu heldur en vonir okkar stóðu til. Eftir að við komum okkur fyrir á Beilárvöllum og reyndum aðeins fyrir okkur utan við vellina, gerðum við okkur ferð inn fyrir Barnónsklett. Vegarslóðinn með vatninu að austan er ekki upp á marga fiska um þessar mundir og fyrir ‚venjulega‘ 4×4 bíla er eiginlega ekki fært nema rétt inn fyrir klett. Lítið varð um afla þetta kvöld og þá meina ég aðallega stærð þeirra sem létu glepjast af flugunum okkar. Fjöldinn var einhver en við hirtum aðeins sitthvora bleikjuna, annar fiskur var langt undir máli.

Langavatn á laugardaginn

Laugardagurinn var langt því frá eins fallegur eins og við höfðum talið okkur trú um að hann ætti að vera. Það gekk á með skúrum, skítkaldri gjólu af norðri mestan part dags og það sást eiginlega ekki til sólar nema örfá augnablik. Veiðin var með svipuðum hætti og á föstudagskvöldið, smælki og aðeins meira smælki og það endaði með því að við bættum aðeins sitthvorri nýtanlegri bleikjunni við í kælikassann en skiluðum vatninu einhverjum ótilgreindum fjölda undirmálsfiskjar.

Væntanlega verða aðrar veiðislóðir aðgengilega síðar í sumar þegar vatnsborðið verður komið í upprunalegt horft, þ.e. eins og það stóð í áður en útfall vatnsins var stíflað fyrir einhverjum tugum ára. Hver veit nema við kíkjum þá í Langavatn og reynum okkur að nýju við bleikjurnar, þ.e. þær stóru og feitu sem við vitum að leynast í vatninu.

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 / 2 62 / 56 / 0 14 / 10 8

1 Athugasemd

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.